Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 13. febrúar 2024 10:16
Elvar Geir Magnússon
Guardiola var ekki ánægður með líkamstjáningu Haaland
Mynd: EPA
Pep Guardiola stjóri Manchester City segir að líkamstjáning sóknarmannsins Erling Haaland í fyrri hálfleiknum gegn Everton hafi ekki verið góð. Hann segir að Norðmaðurinn þurfi að halda í jákvæðnina þó hann sé ekki sjálfur að skora.

Haaland var augljóslega pirraður á laugardaginn en hann náði ekki að skora í fyrri hálfleik. Hann gerði svo gæfumuninn í seinni hálfleik með því að skora á 71. og 85. mínútu.

Þetta voru fyrstu mörk Haaland í hans þriðja leik eftir að hafa verið frá í tvo mánuði vegna meiðsla.

„Þessi mörk munu hjálpa honum mikið, hreinsa hugann. Ég var ekki ánægður með líkamstjáningu hans í fyrri hálfleik. Þetta var mun betra í þeim seinni. Hann er í betra skapi þegar hann skorar," segir Guardiola,

„Hann verður að læra að þó hann sé ekki að skora þá þarf líkamstjáningin að vera rétt. Hann þarf að halda í jákvæðnina og segja við sjálfan sig að markið muni koma."

Haaland verður væntanlega í byrjunarliði Manchester City í kvöld þegar liðið leikur fyrri leik sinn gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni í kvöld. Hann er með 21 mark í 25 leikjum í öllum keppnum.

„Ég er ekki að kvarta yfir Erling, hann er með ótrúlega markatölfræði. Hann er ungur og er að spila í erfiðustu stöðu á vellinum þar sem fjórir til fimm leikmenn eru alltaf að reyna að stoppa hann. Í fyrri hálfleiknum gegn Everton var hann ekki að fá réttu sendingarnar en svo kom Kevin De Bruyne inn og hann gat komið inn með þessar sendingar."
Athugasemdir
banner