Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
   fim 13. febrúar 2025 16:36
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Byrjunarlið Víkings í Helsinki: Jón Guðni ekki með og Sveinn Gísli byrjar
Davíð Örn Atlason er í byrjunarliðinu.
Davíð Örn Atlason er í byrjunarliðinu.
Mynd: Víkingur - Eemil Kari
Mynd: Víkingur - Eemil Kari
Velkomin með Fótbolta.net til Helsinki þar sem fyrri viðureign Víkings og Panathinaikos fer fram. Sigurliðið í einvíginu mun mæta Fiorentina eða Rapid í 16-liða úrslitum keppninnar.

Eins og fjallað hefur verið vel um þá er fyrri leikurinn í Helsinki þar sem enginn leikhæfur völlur á Íslandi stenst lágmarkskröfur UEFA.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

Eins og fjallað hefur verið um þá vantar stór nöfn hjá Víkingum. Fjórir leikmenn eru frá vegna meiðsla og tveir vegna leikbanns. Róbert Orri Þorkelsson, Gunnar Vatnhamar, Pablo Punyed og Atli Þór Jónasson eru á meiðslalistanum. Þeir Karl Friðleifur Gunnarsson og Nikolaj Hansen eru svo í leikbanni vegna uppsafnaðra gulra spjalda í keppninni.

Þá er Jón Guðni Fjóluson skráður á bekkinn, er greinilega ekki heill til að byrja. Sveinn Gísli Þorkelsson fær stórt tækifæri í vörn Víkings í kvöld og þá er Helgi Guðjónsson meðal byrjunarliðsmanna.

Sverrir Ingi Ingason er í byrjunarliði Panathinaikos en Hörður Björgvin Magnússon er á meiðslalista liðsins.

Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson
11. Daníel Hafsteinsson
17. Ari Sigurpálsson
20. Tarik Ibrahimagic
21. Aron Elís Þrándarson
24. Davíð Örn Atlason
25. Valdimar Þór Ingimundarson

Byrjunarlið Panathinaikos:
1. Yuri Lodygin (m)
5. Sverrir Ingi Ingason
11. Tasos Bakasetas
14. Erik Palmer-Brown
17. Daniel Mancini
20. Nemanja Maksimovic
24. Manolis Siopis
25. Filip Mladenovic
27. Giannis Kotsiras
29. Alexander Jeremejeff
31. Filip Djuricic
Athugasemdir
banner