Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 13. mars 2020 15:12
Elvar Geir Magnússon
Víðir Reynis: Gætið að sóttvörnum í æfingaleikjum
Víðir Reynisson.
Víðir Reynisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að samkomubannið þýði ekki bann fyrir æfingaleiki hjá félögum á Íslandi. KSÍ hefur frestað öllum leikjum á sínum vegum til 13. apríl vegna kórónuveirunnar.

Pepsi Max-deildin á að hefjast 22. apríl og Víðir segir að ekki sé búið að banna æfingaleiki.

„Við erum að setja þetta samkomubann á frá og með sunnudagskvöldinu þar sem ekki mega koma meira en 100 manns samn. Það hefur áhrif á alla kappleiki og allt. Það er skynsamleg leið að gera þetta svona. Fótbolti er ekki mikið án áhofenda. Það er einhver heimild til að halda leiki fyrir luktum dyrum, æfingaleiki og annað slíkt. Það er líka mikilvægt að hreyfa sig," sagði Víðir við Fótbolta.net í dag.

Hvað þurfa lið sem vilja halda æfingaleiki að gera? „Liðin þurfa að gæta að öllum sóttvörnum. Ég er ekki að segja að leikmenn eigi að fara í sturtur fyrir leik en við viljum að menn þrífi sig vel, sótthreinsi hendur og annað. Fótbolti er þannig að menn snertast alveg. Ef menn huga að smitgátinni áður en þeir fara inn á völlinn og síðan eftir að þeir koma út af þá minnkar það líkurnar verulega."

Þannig að æfingaleikir eru leyfilegir meðan samkomubannið er í gangi? „Knattspyrnusambandið tekur kannski endanlega ákvörðun um sömuleiðis. Gagnvart samkomubanninu þá erum við ekki að banna kappleikina sem slíka svo lengi sem hægt er að hafa þá innan marka. Þetta eins og margt annað verður örugglega endurskoðað eftir því hvernig reynslan verður og við sjáum hvað gerist á næstu vikum. Við þurfum líka að hlusta á hvað aðrar þjóðir gera," sagði Víðir.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið við Víði í heild.
Athugasemdir
banner
banner
banner