Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   fös 13. mars 2020 15:12
Elvar Geir Magnússon
Víðir Reynis: Gætið að sóttvörnum í æfingaleikjum
Víðir Reynisson.
Víðir Reynisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að samkomubannið þýði ekki bann fyrir æfingaleiki hjá félögum á Íslandi. KSÍ hefur frestað öllum leikjum á sínum vegum til 13. apríl vegna kórónuveirunnar.

Pepsi Max-deildin á að hefjast 22. apríl og Víðir segir að ekki sé búið að banna æfingaleiki.

„Við erum að setja þetta samkomubann á frá og með sunnudagskvöldinu þar sem ekki mega koma meira en 100 manns samn. Það hefur áhrif á alla kappleiki og allt. Það er skynsamleg leið að gera þetta svona. Fótbolti er ekki mikið án áhofenda. Það er einhver heimild til að halda leiki fyrir luktum dyrum, æfingaleiki og annað slíkt. Það er líka mikilvægt að hreyfa sig," sagði Víðir við Fótbolta.net í dag.

Hvað þurfa lið sem vilja halda æfingaleiki að gera? „Liðin þurfa að gæta að öllum sóttvörnum. Ég er ekki að segja að leikmenn eigi að fara í sturtur fyrir leik en við viljum að menn þrífi sig vel, sótthreinsi hendur og annað. Fótbolti er þannig að menn snertast alveg. Ef menn huga að smitgátinni áður en þeir fara inn á völlinn og síðan eftir að þeir koma út af þá minnkar það líkurnar verulega."

Þannig að æfingaleikir eru leyfilegir meðan samkomubannið er í gangi? „Knattspyrnusambandið tekur kannski endanlega ákvörðun um sömuleiðis. Gagnvart samkomubanninu þá erum við ekki að banna kappleikina sem slíka svo lengi sem hægt er að hafa þá innan marka. Þetta eins og margt annað verður örugglega endurskoðað eftir því hvernig reynslan verður og við sjáum hvað gerist á næstu vikum. Við þurfum líka að hlusta á hvað aðrar þjóðir gera," sagði Víðir.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið við Víði í heild.
Athugasemdir
banner
banner