Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fös 13. mars 2020 15:12
Elvar Geir Magnússon
Víðir Reynis: Gætið að sóttvörnum í æfingaleikjum
Víðir Reynisson.
Víðir Reynisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að samkomubannið þýði ekki bann fyrir æfingaleiki hjá félögum á Íslandi. KSÍ hefur frestað öllum leikjum á sínum vegum til 13. apríl vegna kórónuveirunnar.

Pepsi Max-deildin á að hefjast 22. apríl og Víðir segir að ekki sé búið að banna æfingaleiki.

„Við erum að setja þetta samkomubann á frá og með sunnudagskvöldinu þar sem ekki mega koma meira en 100 manns samn. Það hefur áhrif á alla kappleiki og allt. Það er skynsamleg leið að gera þetta svona. Fótbolti er ekki mikið án áhofenda. Það er einhver heimild til að halda leiki fyrir luktum dyrum, æfingaleiki og annað slíkt. Það er líka mikilvægt að hreyfa sig," sagði Víðir við Fótbolta.net í dag.

Hvað þurfa lið sem vilja halda æfingaleiki að gera? „Liðin þurfa að gæta að öllum sóttvörnum. Ég er ekki að segja að leikmenn eigi að fara í sturtur fyrir leik en við viljum að menn þrífi sig vel, sótthreinsi hendur og annað. Fótbolti er þannig að menn snertast alveg. Ef menn huga að smitgátinni áður en þeir fara inn á völlinn og síðan eftir að þeir koma út af þá minnkar það líkurnar verulega."

Þannig að æfingaleikir eru leyfilegir meðan samkomubannið er í gangi? „Knattspyrnusambandið tekur kannski endanlega ákvörðun um sömuleiðis. Gagnvart samkomubanninu þá erum við ekki að banna kappleikina sem slíka svo lengi sem hægt er að hafa þá innan marka. Þetta eins og margt annað verður örugglega endurskoðað eftir því hvernig reynslan verður og við sjáum hvað gerist á næstu vikum. Við þurfum líka að hlusta á hvað aðrar þjóðir gera," sagði Víðir.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið við Víði í heild.
Athugasemdir
banner
banner