Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. mars 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„De Jong er einn besti miðjumaður heims"
Mynd: Getty Images

Frenkie de Jong hefur verið að spila gríðarlega vel á miðjunni hjá Barcelona sem er með 9 stiga forystu á Real Madrid á toppi spænsku deildarinnar.


Hann átti frábæran leik í sigri liðisins gegn Athletic Bilbao í gær en Xavi stjóri liðsins hrósaði hollenska miðjumanninum í hástert eftir leikinn.

„Frenkie de Jong er einn besti miðjumaður í heimi um þessar mundir. Hann er að spila stórkostlega, hann gefur okkur mikið, ég er svo ánægður með hann," sagði Xavi.

De Jong var mikið orðaður við Manchester United í sumar en hann sagði sjálfur á dögunum að hann hafi verið viss um að hann myndi alltaf enda hjá Barcelona.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner