Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 13. mars 2023 19:26
Ívan Guðjón Baldursson
Lallana framlengir við Brighton
Mynd: EPA

Miðjumaðurinn Adam Lallana er búinn að framlengja samning sinn við Brighton um eitt ár.


Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton, hefur miklar mætur á Lallana og telur hann vera mikilvægan part af liðinu þrátt fyrir hækkandi aldur. Lallana er lykilmaður undir stjórn De Zerbi en hefur verið fjarverandi vegna meiðsla síðan 21. janúar.

Lallana, sem verður 35 ára í maí, gekk til liðs við Brighton sumarið 2020 og hefur spilað 74 leiki fyrir liðið síðan þá.

„Það snerti mig hversu áhugasamt félagið var um að framlengja samninginn minn. Ég er virkilega stoltur af því að vera hjá svona frábæru fótboltafélagi," sagði Lallana meðal annars.

Lallana hefur leikið fyrir Southampton og Liverpool á ferlinum, auk þess að hafa komið við hjá Bournemouth á lánssamningi. Hann lék 34 leiki fyrir enska landsliðið og skoraði 3 mörk.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner