
Álftanes 0 - 2 Haukar
0-1 Elísabet Ósk L. Servo Ólafíudóttir ('41 )
0-2 Elma Dís Ólafsdóttir ('64 )
Álftanes tók á móti Haukum í eina leik kvöldsins í Lengjubikarnum og höfðu gestirnir úr Hafnarfirði betur.
Elísabet Ósk Ólafíudóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiksins á 41. mínútu til að koma Haukum yfir.
Elma Dís Ólafsdóttir tvöfaldaði svo forystuna í síðari hálfleik og innsiglaði þannig sigurinn.
Þetta var fyrsti leikur Hauka í riðlakeppni Lengjubikarsins en Álftanes er án stiga eftir tvær umferðir.
Athugasemdir