Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 13. mars 2023 10:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lineker snýr aftur til starfa og breska ríkissjónvarpið biðst afsökunar
Gary Lineker.
Gary Lineker.
Mynd: Getty Images
Lineker er einn ástsælasti sjónvarpsmaður bresku þjóðarinnar.
Lineker er einn ástsælasti sjónvarpsmaður bresku þjóðarinnar.
Mynd: Getty Images
Gary Lineker mun snúa aftur sem þáttastjórnandi hjá BBC á næstunni en breska ríkissjónvarpið var að senda frá sér tilkynningu þar sem hann er beðinn afsökunar á atburðum síðustu daga.

Lineker, sem er einn ástsælasti sjónvarpsmaður bresku þjóðarinnar, var vikið frá störfum síðastliðinn föstudag í kjölfarið á tísti þar sem hann gagnrýndi stefnu bresku ríkisstjórnarinnar er snýr að flóttafólki harðlega. Hann líkti henni við stefnu Þjóðverja fyrir síðari heimsstyrjöldina en stefnan er sögð full af kynþáttafordómum og þá ólögleg ofan á það.

Lineker neitaði að biðjast afsökunar á ummælum sínum og ákvað breska ríkisútvarpið að standa ekki með tjáningarfrelsi með því að víkja honum frá störfum. Þetta var harðlega gagnrýnt.

Lineker, sem stýrir hinum rótgróna markaþætti Match of the Day, fékk mikinn stuðning á samfélagsmiðlum. Alan Shearer og Ian Wright, sem eru báðir með honum í markaþættinum, neituðu að mæta til vinnu um helgina og lýstu yfir stuðningi með Lineker. Match of the Day fór fram en það var enginn sem stýrði þættinum.

Núna hefur BBC beðist afsökunar á stórum mistökum sem voru gerð. „Ég er ánægður að við höfum fundið leið fram á við. Ég hlakka til að mæta aftur í sjónvarpið," segir Lineker en breska ríkisútvarpið ætlar að fara í endurskoðun á leiðbeiningum sínum til starfsmanna um notkun samfélagsmiðla.

Lineker bætti við: „Síðustu dagar hafa verið erfiðir en það er engan veginn hægt að bera það saman við að flýja heimili sitt frá ofsóknum eða stríði og leita skjóls í fjarlægu landi. Það er hugljúft að sjá svona mikla samúð með flóttafólki."

Var vikið úr starfi fyrir að styggja íhaldið
Kaveh Solhekol, fréttamaður á Sky Sports fór vel yfir það á föstudag af hverju Lineker var vikið frá störfum.

„Honum var vikið úr starfi fyrir að styggja Íhaldsflokkinn þar sem hann studdi við bakið á viðkvæmasta fólki í heimi," sagði Solhekol og bætti við að stjórnarformaður BBC væri mikill stuðningsmaður Íhaldsflokkinn og hefði meðal annars styrkt hann um 800 þúsund pund, eða sem eru tæplega 137 milljónir íslenskra króna.

Hér fyrir neðan má sjá frábæra fréttaskýringu frá Solhekol sem hefur fengið mikla athygli.


Athugasemdir
banner
banner
banner