Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 13. apríl 2021 13:00
Magnús Már Einarsson
Raiola: Dortmund vill ekki selja Haaland
Mino Raiola, umboðsmaður Erling Braut Haaland, segir að Borussia Dortmund vilji ekki selja framherjann í sumar.

Hinn tvítugi Haaland er samningsbundinn Dortmund til 2024 en sumarið 2022 verður riftunarverð í samningi hans virkjað. Það hljóðar upp á 75 milljónir evra eða 66 milljónir punda.

Raiola fundaði með Dortmund á dögunum og þar kom fram að félagið ætli ekki að selja hann í sumar þrátt fyrir mikinn áhuga á honum.

„Michael Zorc, yfirmðaur íþróttamála hjá Dortmund, lét það mjög skýrt í ljós við mig að þeir vilji ekki selja ERling," sagði Raiola.

„Ég virði þá ákvörðun en það þýðir þó ekki að ég sé sammála. Það er ekkert stríð á milli mín og Dortmund."
Athugasemdir
banner