Samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru mjög miklar líkur á að Marcel Römer gangi í raðir KA en hann er í dag fyrirliði Lyngby.
KA menn eru bjartsýnir á að klára samningsmálin á næstu dögum en KA hefur boðið Dananum samning. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er á þessum tímapunkti ekki búið að undirrita samninginn.
Römer var í leikmannahópi Lyngby gegn Álaborg í dönsku úrvalsdeildarinnar í dag og eru líkur á því að það hafi verið í síðasta sinn hjá félaginu.
KA menn eru bjartsýnir á að klára samningsmálin á næstu dögum en KA hefur boðið Dananum samning. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er á þessum tímapunkti ekki búið að undirrita samninginn.
Römer var í leikmannahópi Lyngby gegn Álaborg í dönsku úrvalsdeildarinnar í dag og eru líkur á því að það hafi verið í síðasta sinn hjá félaginu.
KA á leik gegn Víkingi á sunnudag og orðið ljóst að Römer verður ekki með KA í þeim leik, en mögulega þeim næsta sem er bikarleikur gegn KFA eftir viku.
Römer er 33 ára og getur spilað á miðri miðjunni, sem varnarsinnaður miðjumaður eða miðvörður.
Hann á að baki rúmlega 250 leiki í efstu deild Danmerkur.
Athugasemdir