Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. maí 2021 15:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Randers bikarmeistari eftir öruggan sigur
Fagnað með stuðningsmönnum
Fagnað með stuðningsmönnum
Mynd: Getty Images
Randers 4 - 0 SönderjyskE

Randers varð í dag danskur bikarmeistari eftir 4-0 stórsigur á SönderjyskE í úrslitaleik keppninnar. Leikið var á Ceres Park í Árósum.

Randers var komið í 2-0 eftir sjö mínútna leik, Lawrence Thomas varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 2. mínútu og Mathias Greve skoraði fyrra mark sitt í leiknum á 7. mínútu.

Simon Piesinger skoraði þriðja mark Randers á 53. mínútu og Greve skoraði sitt seinna mark á 81. mínútu og innsiglaði sigurinn.

SönderjyskE vann bikarinn í fyrra en hlutirnir gengu einfaldlega betur upp hjá Randers í dag. Keflvíkingurinn Ísak Óli Ólafsson er á mála hjá SönderjyskE en hann er sem stendur á láni hjá Keflavík.

Randers er í 6. sæti deildarinnar og SönderjyskE í 8. sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner