Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 13. maí 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nánast heilt byrjunarlið í meiðslum hjá KA - Styst í Rodri
Rodri fékk höfuðhögg í leiknum gegn KR.
Rodri fékk höfuðhögg í leiknum gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru níu leikmenn á meiðslalista KA og óvíst hvenær sá listi styttist. Arnar Grétarsson var spurður út í meiðslastöðuna í viðtali eftir sigur gegn Leikni í gær.

Meiðslalistinn:
Kristijan Jajalo
Ívar Örn Árnason
Hallgrímur Jónasson
Hrannar Björn Steingrímsson
Jonathan Hendrickx
Ýmir Már Geirsson
Rodrigo Gomes Mateo (Rodri)
Sebastiaan Brebels
Sveinn Margeir Hauksson

Er stutt í einhvern af þessum leikmönnum? „Ég vildi að ég gæti sagt það en ég er ekkert viss um það. Ég hugsa að það sé styst í Rodri. Ég hugsa að hann verði klár (í næsta leik), veit ekki með Jonathan," sagði Arnar.

Bjarni Aðalsteinsson lék sinn fyrsta leik í sumar þegar hann kom inn á sem varamaður. Hann kom til Akureyrar í nótt eftir flug frá Bandaríkjunum þar sem hann hefur verið í skóla.

„Hann kom bara í nótt, það er ekki besti undirbúningurinn, hann er ekki búinn að æfa með okkur. Hann nær einhverjum æfingum núna fram að næsta leik, gæti spilað meir en fimm mínútur í næsta leik. Hann er öflugur strákur."

KA var að skoða að fá inn kantmann eða sóknarmann inn fyrir lok gluggans. Hvernig fór það?

„Þú getur séð það, við erum ekki búnir að signa neinn. Það er bara svoleiðis. Auðvitað hefði það verið gott að geta fengið einhvern inn í þrjá mánuði á meðan við fáum menn til baka. Tekið svo stöðuna. Við erum smá veseni í bakvörðunum eftir að Ívar, Hrannar og Jonathan duttu út," sagði Addi. Viðtalið má sjá hér að neðan.

KA sækir Keflavík heim á mánudag í 4. umferð Pepsi Max-deildarinnar.
Addi Grétars: Bara staðreynd, aðstaðan er mjög slæm
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner