
Úlfur Blandon var með þrjá rétta þegar hann spáði fyrir um úrslit 1. umferðar í Lengjudeildinni.
Rúnar Þór Sigurgeirson, leikmaður Keflavíkur, spáir í 2. umferð deildarinnar. Rúnar var í liði ársins í fyrra þegar Keflavík vann deildina.
Rúnar Þór Sigurgeirson, leikmaður Keflavíkur, spáir í 2. umferð deildarinnar. Rúnar var í liði ársins í fyrra þegar Keflavík vann deildina.
Þór 1 - 4 Grindavík (Í dag klukkan 16:00)
Grindvíkingar ofpeppast í eldgosabúningunum sínum og Sigurður Bjartur setur þrennu, svo skorar Oddur eitt.
ÍBV 0 - 0 Fram (Á morgun kl 18:00)
Þessi leikur mun valda vonbrigðum og endar 0-0, lítið um færi en gætu verið nokkur spjöld í þessum leik.
Fjölnir 2 - 0 Grótta (Á morgun kl 19:15)
Fjölnir setur 2 í fyrri hálfleik og siglir þessu bara nokkuð auðveldlega í höfn
Kórdrengir 2 - 1 Selfoss (Á morgun kl 19:15)
Hörku leikur sem mun ráðast á loka mínútunum í leiknum. Gary Martin opnar markareikninginn í þessum leik en það dugar einfaldlega ekki til sigurs.
Víkingur Ó 2 - 3 Afturelding (Á morgun kl 19:15)
Þetta verður skemmtilegasti leikurinn í umferðinni! Afturelding er með skemmtilegt lið og vinnur þetta á endanum.
Þróttur R. 2 - 0 Vestri (Laugardag klukkan 13:00)
Þróttur er ekki búið að vera sannfærandi en ég held að liðið vinni þennan leik, Vestramenn eru ofpeppaðir eftir síðustu umferð og tapa gegn Lauga og félögum.
Fyrri spámenn:
Úlfur Blandon - 3 réttir
Athugasemdir