mán 13. júní 2022 18:46
Brynjar Ingi Erluson
Lars vildi vera áfram í teymi Íslands - „Þetta var svolítið súrt en ég virði ákvörðun Arnars"
Lars Lagerbäck
Lars Lagerbäck
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er sérfræðingur í kringum landsleik Íslands og Ísraels í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld en hann fer yfir víðan völl.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Ísrael

Lars stýrði íslenska liðinu á Evrópumótið árið 2006 og fór með liðinu alla leið í 8-liða úrslit mótsins.

Hann hætti eftir Evrópumótið og tók Heimir Hallgrímsson við keflinu.

Lars á margar góðar minningar frá tímanum með íslenska landsliðið.

„Það er hægt að segja það. Þessi ár hér eru þau bestu sem ég hef átt og gaman að vera kominn aftur og áhugavert að sjá þá hérna beint,"

„Síðasti leikurinn hér þegar við komumst á EM var sérstakur og allir stuðningsmennirnir sem voru hérna og trölluðu með okkur í bænum, það var mjög sérstakt,"
sagði Lars.

Hann var spurður út í það hvort að hann sæi eitthvað svipað með liðinu í dag og því sem hann stýrði.

„Þetta er kannski mjög svipað. Við byrjuðum að vinna með nokkra unga leikmenn þegar við komum inn en ekki jafn marga og Arnar er með núna. Þetta var svipað en allt sem gerðist í kringum landsliðið þegar Arnar kom inn var ekki auðvelt. Ég var ekki með það vandamál."

Birkir Bjarnason, fyrirliði landsliðsins, er lykilmaður og var það líka undir stjórn Lars.

„Ég hef séð síðustu tvo leiki en hann er enn mjög mikilvægur fyrir liðið með reynslu sinni og ákvörðunatöku án boltans. Það er erfitt ef liðið spilar ekki vel þá er það samt fyrir reynslumikinn leikmann eins og hann að gera vel. Hann er mjög klókur en hann er að eldast en samt mikilvægur leikmaður fyrir landsliðið."

Lars kom aftur inn í teymi Íslands í febrúar árið 2021 og átti að vera þjálfurum innan handar en var látinn fara í september sama ár eftir að hafa fundað með Arnari.

„Ég veit ekki ef ég á að segja af hverju en það var Guðni sem gerði þann samning og svo talaði ég við Arnar. Ég átti að vera með en þetta gerðist í kringum Covid. Eftir fyrsta fundinn þá vildi Arnar gera þetta einn og þetta var hans ákvörðun. Ég skil það og virði það en smá biturt því ég naut þess og hefði verið gaman að vera partur af því að endurbyggja liðið en hann vildi gera þetta einn og svona er lífið," sagði Lars.

Lars er mjög spenntur fyrir ungu leikmönnunum hjá Ísland en Ísak Bergmann Jóhannesson er sá leikmaður sem hann er spenntastur fyrir.

„Það er einn leikmaður sem ég þekki best af ungu leikmönnunum er Ísak. Hann er ekki að byrja í dag en það er áhugaverður leikmaður. Ég þekki þá ekki svo vel, svo yngri Guðjohnsen-bróðirinn. Ég hef séð hann í sjónvarpinu og það verður fróðlegt að fylgjast með honum. Ef þeir komast í góð lið þá er framtíðin björt en þeir verða að stíga upp og vinna í kvöld því þá eiga þeir góða möguleika," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner