mán 13. júní 2022 23:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Púsluspil framundan hjá A-liðinu og U21 - Umspil og mögulegur úrslitaleikur
U21 fagnaði á laugardag.
U21 fagnaði á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað í kvöld.
Marki fagnað í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Í lok blaðamannafundar landsliðsþjálfarans Arnars Þórs Viðarsson var U21 landsliðið til umræðu. A-landsliðið á fyrir höndum mikilvægan leik gegn Albaníu í september en í sama glugga spilar U21 landsliðið umspilsleiki um sæti í lokakeppni EM á næsta ári.

Arnar var spurður hvort það væri langt í að hann og Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 liðsins, myndu setjast niður og ræða leikina næsta haust. Átta leikmenn í A-landsliðshópnum eru gjaldgengir í U21 liðið.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Ísrael

„Það er dregið 21. í umspilið og ég veit hvað þetta er skemmtilegt og mikilvægt því ég var með U21 liðið. Í þessum hópi í dag - Willum er dottinn út og Elli [Elías Rafn Ólafsson] er meiddur - eru þrettán leikmenn sem voru í lokakeppninni fyrir rúmu ári síðan. Við vitum hvað þetta er mikilvægt. Inní þeirri tölu er ég ekki að tala um Andra Lucas og Hákon Arnar sem eru ennþá yngri og voru í U19 eða U17 þegar lokakeppnin var," sagði Arnar.

„Þetta eru mjög mikilvægir leikir fyrir U21 liðið og við munum að sjálfsögðu púsla því saman í sameiningu. Að sjálfsögðu er samt píramídi og A-landsliðið er alltaf efst í þeim píramída en við munum vinna þetta saman og reyna sjá til þess að U21 komist í gegnum þetta umspil og verði á lokamóti."

A-landsliðið er ennþá í séns á að vinna riðilinn í Þjóðadeildinni. Ísrael þarf fyrst að misstíga sig gegn Albaníu í sínum lokaleik og Ísland þarf svo að vinna gegn Albaníu ytra í september.

„Fyrst er spilað Ísrael - Albanía og við þurfum fyrst að sjá hvað gerist þar. Ef Albanía hjálpar okkur aðeins þá erum við að fara í úrslitaleik í Albaníu nokkrum dögum seinna. Ég sagði það í gær að það væri erfitt að svara þessu núna því við vitum ekki hvar leikmennirnir verða í september, gætu verið búnir að taka mjög flott skref og verði komnir í A-liðið. Við tökum þetta bara í rólegheitunum þegar líður á sumarið," sagði Arnar.

Svör Arnars í gær:
Arnar útilokar ekki að A-landsliðsmenn spili með U21 í umspilinu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner