Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 13. júní 2022 16:59
Elvar Geir Magnússon
Þessum gætu Víkingur, Breiðablik og KR mætt
Blikar fagna gegn Aberdeen í Sambandsdeildinni í fyrra.
Blikar fagna gegn Aberdeen í Sambandsdeildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn Bodö/Glimt fagna.
Leikmenn Bodö/Glimt fagna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun verður dregið í fyrstu umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar en ljóst er hvaða liðum Íslandsmeistarar Víkings geta mætt ef þeir vinna umspilið.

Eins og fjallað hefur verið um þá mætir Víkingur liði Levadia Tallinn í undanúrslitum umspilsins 21. júní. Sigurliðið leikur til úrslita þremur dögum síðar við lið frá San Marínó eða Andorra um sæti í forkeppninni. Umspilið fer fram á Víkingsvelli.

Ef Víkingar vinna umspilið geta þeir mætt Malmö frá Svíþjóð, Bodö/Gimt frá Noregi, HJK Helsinki frá Finnlandi, The New Saints frá Wales eða Zalgiris frá Litháen í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Ef Víkingar vinna ekki umspilið fara þeir inn í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu en dregið verður í hana síðar. Ef Víkingar falla út í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar færast þeir einnig niður í Sambandsdeildina.

Breiðablik og KR verða í pottinum þegar dregið verður í 1. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar á morgun. Breiðablik er í efri styrkleikaflokki en KR í neðri.

Breiðablik gæti mætt Víkingi frá Götu í Færeyjum. Tre Fiori frá San Marínó, Sligo Rover frá Írlandi, Cliftonville frá Norður-Írlandi eða Santa Coloma frá Andorra. Allt andstæðingar sem Blikar ættu að vera sigurstranglegri gegn.

Liðin sem KR gæti mætt eru Flora Tallinn frá Eistlandi, Pogoń Szczecin frá Póllandi, Crusaders frá Norður-Írlandi, HB Þórshöfn frá Færeyjum eða Riga frá Lettlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner