Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
banner
   fim 13. júní 2024 22:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Dominik Radic: Við erum að njóta okkar
Lengjudeildin
Dominik Radic sóknarmaður Njarðvíkinga
Dominik Radic sóknarmaður Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti ÍR þegar 7.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld.

Njarðvíkingar vonuðust til þess að komast aftur á sigurbraut eftir tap í síðustu umferð og fór svo að þeir lögðu ÍR örugglega af velli.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 ÍR

„Mér fannst við byrja virkilega vel. Í seinni hálfleik datt þetta svolítið niður hjá okkur en á mikilvægu augnarblikunum náðum við að halda markinu okkar hreinu og náðum að klára þetta undir lokin, héldum einbeitningu og áttum sigurinn skilið." Sagði Dominik Radic framherji Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

Njarðvíkingar komust snemma yfir með marki frá Dominik Radic og settu því tóninn snemma.

„Það er alltaf mikilvægt og eins og Gunnar Heiðar segir 'mörk breyta leikjum' og þetta breytti allri dýnamík í leiknum svo það er mjög gott að skora fyrsta markið."

Dominik Radic skoraði tvö mörk í kvöld en var skipt útaf fljótlega eftir annað markið svo hann fékk ekki færi á að reyna við þrennuna. 

„Seinna markið kom frekar seint og ég held að skiptinginn var þegar undirbúin þegar seinna markið kom svo það hefði verið erfitt að skora þriðja markið. Ég held að tvö mörk í dag hafi verið alveg nóg. Það var mikilvægast að vinna og allt annað ekkert svo mikilvægt." 

Dominik Radic kom til Njarðvíkur fyrir tímabilið og hefur komið vel inn í lið Njarðvíkur.

„Ég er að koma vel inn í þetta. Strákarnir hérna eru mjög góðir við mig. Það er skemmtilegt að spila með liðinu. Við erum að njóta okkar saman og akkurat núna er ég mjög ánægður að vera hérna." 

Nánar er rætt við Dominik Radic leikmann Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner