Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 13. júní 2024 22:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Dominik Radic: Við erum að njóta okkar
Lengjudeildin
Dominik Radic sóknarmaður Njarðvíkinga
Dominik Radic sóknarmaður Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti ÍR þegar 7.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld.

Njarðvíkingar vonuðust til þess að komast aftur á sigurbraut eftir tap í síðustu umferð og fór svo að þeir lögðu ÍR örugglega af velli.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 ÍR

„Mér fannst við byrja virkilega vel. Í seinni hálfleik datt þetta svolítið niður hjá okkur en á mikilvægu augnarblikunum náðum við að halda markinu okkar hreinu og náðum að klára þetta undir lokin, héldum einbeitningu og áttum sigurinn skilið." Sagði Dominik Radic framherji Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

Njarðvíkingar komust snemma yfir með marki frá Dominik Radic og settu því tóninn snemma.

„Það er alltaf mikilvægt og eins og Gunnar Heiðar segir 'mörk breyta leikjum' og þetta breytti allri dýnamík í leiknum svo það er mjög gott að skora fyrsta markið."

Dominik Radic skoraði tvö mörk í kvöld en var skipt útaf fljótlega eftir annað markið svo hann fékk ekki færi á að reyna við þrennuna. 

„Seinna markið kom frekar seint og ég held að skiptinginn var þegar undirbúin þegar seinna markið kom svo það hefði verið erfitt að skora þriðja markið. Ég held að tvö mörk í dag hafi verið alveg nóg. Það var mikilvægast að vinna og allt annað ekkert svo mikilvægt." 

Dominik Radic kom til Njarðvíkur fyrir tímabilið og hefur komið vel inn í lið Njarðvíkur.

„Ég er að koma vel inn í þetta. Strákarnir hérna eru mjög góðir við mig. Það er skemmtilegt að spila með liðinu. Við erum að njóta okkar saman og akkurat núna er ég mjög ánægður að vera hérna." 

Nánar er rætt við Dominik Radic leikmann Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner