Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   fim 13. júní 2024 22:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Dominik Radic: Við erum að njóta okkar
Lengjudeildin
Dominik Radic sóknarmaður Njarðvíkinga
Dominik Radic sóknarmaður Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti ÍR þegar 7.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld.

Njarðvíkingar vonuðust til þess að komast aftur á sigurbraut eftir tap í síðustu umferð og fór svo að þeir lögðu ÍR örugglega af velli.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 ÍR

„Mér fannst við byrja virkilega vel. Í seinni hálfleik datt þetta svolítið niður hjá okkur en á mikilvægu augnarblikunum náðum við að halda markinu okkar hreinu og náðum að klára þetta undir lokin, héldum einbeitningu og áttum sigurinn skilið." Sagði Dominik Radic framherji Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

Njarðvíkingar komust snemma yfir með marki frá Dominik Radic og settu því tóninn snemma.

„Það er alltaf mikilvægt og eins og Gunnar Heiðar segir 'mörk breyta leikjum' og þetta breytti allri dýnamík í leiknum svo það er mjög gott að skora fyrsta markið."

Dominik Radic skoraði tvö mörk í kvöld en var skipt útaf fljótlega eftir annað markið svo hann fékk ekki færi á að reyna við þrennuna. 

„Seinna markið kom frekar seint og ég held að skiptinginn var þegar undirbúin þegar seinna markið kom svo það hefði verið erfitt að skora þriðja markið. Ég held að tvö mörk í dag hafi verið alveg nóg. Það var mikilvægast að vinna og allt annað ekkert svo mikilvægt." 

Dominik Radic kom til Njarðvíkur fyrir tímabilið og hefur komið vel inn í lið Njarðvíkur.

„Ég er að koma vel inn í þetta. Strákarnir hérna eru mjög góðir við mig. Það er skemmtilegt að spila með liðinu. Við erum að njóta okkar saman og akkurat núna er ég mjög ánægður að vera hérna." 

Nánar er rætt við Dominik Radic leikmann Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner