Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fim 13. júní 2024 22:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Dominik Radic: Við erum að njóta okkar
Lengjudeildin
Dominik Radic sóknarmaður Njarðvíkinga
Dominik Radic sóknarmaður Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti ÍR þegar 7.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld.

Njarðvíkingar vonuðust til þess að komast aftur á sigurbraut eftir tap í síðustu umferð og fór svo að þeir lögðu ÍR örugglega af velli.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 ÍR

„Mér fannst við byrja virkilega vel. Í seinni hálfleik datt þetta svolítið niður hjá okkur en á mikilvægu augnarblikunum náðum við að halda markinu okkar hreinu og náðum að klára þetta undir lokin, héldum einbeitningu og áttum sigurinn skilið." Sagði Dominik Radic framherji Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

Njarðvíkingar komust snemma yfir með marki frá Dominik Radic og settu því tóninn snemma.

„Það er alltaf mikilvægt og eins og Gunnar Heiðar segir 'mörk breyta leikjum' og þetta breytti allri dýnamík í leiknum svo það er mjög gott að skora fyrsta markið."

Dominik Radic skoraði tvö mörk í kvöld en var skipt útaf fljótlega eftir annað markið svo hann fékk ekki færi á að reyna við þrennuna. 

„Seinna markið kom frekar seint og ég held að skiptinginn var þegar undirbúin þegar seinna markið kom svo það hefði verið erfitt að skora þriðja markið. Ég held að tvö mörk í dag hafi verið alveg nóg. Það var mikilvægast að vinna og allt annað ekkert svo mikilvægt." 

Dominik Radic kom til Njarðvíkur fyrir tímabilið og hefur komið vel inn í lið Njarðvíkur.

„Ég er að koma vel inn í þetta. Strákarnir hérna eru mjög góðir við mig. Það er skemmtilegt að spila með liðinu. Við erum að njóta okkar saman og akkurat núna er ég mjög ánægður að vera hérna." 

Nánar er rætt við Dominik Radic leikmann Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner