Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fim 13. júní 2024 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Sá eiginleika hjá honum sem ég vissi að myndi henta vel
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti ÍR þegar 7.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld.

Njarðvíkingar vonuðust til þess að komast aftur á sigurbraut eftir tap í síðustu umferð og fór svo að þeir lögðu ÍR örugglega af velli.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 ÍR

„Alltaf gott að vinna. Við ætluðum bara að sýna fólkinu okkar hérna í dag á Rafholtsvellinum að síðasti leikur á móti Fjölni endurspeglar ekki alveg það sem við erum búnir að vera gera." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga.

„Við fórum hérna út alveg dýrvitlausir fannst mér og mér fannst við vera betri aðilinn í leiknum heilt yfir. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við vorum með vindinn aðeins í bakinu og við héldum þessum þrýsting á þeim fannst mér. Heilt fyrir þá var ég ótrúlega ánægður með 'attitute'-ið í leiknum og halda fókus allan leikinn og þetta þriðja mark kom loksins í lokinn." 

„Tvö - núll er hættuleg forysta. Um leið og hitt liðið skorar mark þá fá þeir blóð á tennurnar oftast svo ég var mjög ánægður með það að við héldum hreinu og náðum inn þessu þriðja marki og klárum þennan leik." 

Eftir skellinn gegn Fjölni í síðustu umferð var mikilvægt að svara með sterkum sigri á heimavelli. 

„Við töluðum um það að við ætluðu að sýna fólki að þetta væri bara 'one off'. Þetta var bara einn leikur sem að við ætluðum ekkert að dvelja rosalega lengi við. Við ætluðum bara að halda áfram og mér fannst við gera það og spiluðum boltann okkar hérna. Við erum góðir á vellinum okkar, það er bara þannig og mér fannst þetta ekki vera nein spurning í þessum leik." 

Dominik Radic snéri aftur í lið Njarðvíkinga í dag og skoraði tvö mörk en hann var ekki með gegn Fjölni. 

„Þegar ég var að 'scout-a' hann fyrir tímabilið þá sá ég eiginleika hjá honum sem að ég vissi að myndi henta vel leikstílnum sem við viljum spila. Hann hefur bara gert eiginlega nákvæmlega það sem ég bjóst við af honum og ég sagði við hann að hann þyrfti bara að gera þetta, þetta og þetta og ef þú gerir það þá skorar þú fullt af mörkum. Mér finnst hann búin að vera gera það og mér finnst hann vera búin að vera komast betur og betur inn í þetta og leikstílinn okkar og það er bara virkilega ánægjulegt að sjá þessa nýju leikmenn koma inn hjá okkur og þeir eru allir að standa sig vel." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir