Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   fim 13. júní 2024 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Sá eiginleika hjá honum sem ég vissi að myndi henta vel
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti ÍR þegar 7.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld.

Njarðvíkingar vonuðust til þess að komast aftur á sigurbraut eftir tap í síðustu umferð og fór svo að þeir lögðu ÍR örugglega af velli.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 ÍR

„Alltaf gott að vinna. Við ætluðum bara að sýna fólkinu okkar hérna í dag á Rafholtsvellinum að síðasti leikur á móti Fjölni endurspeglar ekki alveg það sem við erum búnir að vera gera." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga.

„Við fórum hérna út alveg dýrvitlausir fannst mér og mér fannst við vera betri aðilinn í leiknum heilt yfir. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við vorum með vindinn aðeins í bakinu og við héldum þessum þrýsting á þeim fannst mér. Heilt fyrir þá var ég ótrúlega ánægður með 'attitute'-ið í leiknum og halda fókus allan leikinn og þetta þriðja mark kom loksins í lokinn." 

„Tvö - núll er hættuleg forysta. Um leið og hitt liðið skorar mark þá fá þeir blóð á tennurnar oftast svo ég var mjög ánægður með það að við héldum hreinu og náðum inn þessu þriðja marki og klárum þennan leik." 

Eftir skellinn gegn Fjölni í síðustu umferð var mikilvægt að svara með sterkum sigri á heimavelli. 

„Við töluðum um það að við ætluðu að sýna fólki að þetta væri bara 'one off'. Þetta var bara einn leikur sem að við ætluðum ekkert að dvelja rosalega lengi við. Við ætluðum bara að halda áfram og mér fannst við gera það og spiluðum boltann okkar hérna. Við erum góðir á vellinum okkar, það er bara þannig og mér fannst þetta ekki vera nein spurning í þessum leik." 

Dominik Radic snéri aftur í lið Njarðvíkinga í dag og skoraði tvö mörk en hann var ekki með gegn Fjölni. 

„Þegar ég var að 'scout-a' hann fyrir tímabilið þá sá ég eiginleika hjá honum sem að ég vissi að myndi henta vel leikstílnum sem við viljum spila. Hann hefur bara gert eiginlega nákvæmlega það sem ég bjóst við af honum og ég sagði við hann að hann þyrfti bara að gera þetta, þetta og þetta og ef þú gerir það þá skorar þú fullt af mörkum. Mér finnst hann búin að vera gera það og mér finnst hann vera búin að vera komast betur og betur inn í þetta og leikstílinn okkar og það er bara virkilega ánægjulegt að sjá þessa nýju leikmenn koma inn hjá okkur og þeir eru allir að standa sig vel." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir