Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fim 13. júní 2024 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Þægilegt fyrir ÍBV á Seltjarnarnesi
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta 0 - 3 ÍBV
0-1 Jón Ingason ('21)
0-2 Vicente Valor ('45)
0-3 Hermann Þór Ragnarsson ('77)

Lestu um leikinn: Grótta 0 -  3 ÍBV

Grótta tók á móti ÍBV í fyrsta leik kvöldsins í Lengjudeild karla og voru gestirnir frá Vestmannaeyjum talsvert sterkari í fyrri hálfleik.

Eyjamenn komust nálægt því að taka forystuna áður en þeir komu boltanum í netið á 21. mínútu með glæsilegu marki frá Jóni Ingasyni. Jón ákvað að láta vaða af 30 metra færi og söng boltinn í netinu eftir að hafa farið í bláhornið undir samskeytunum.

Seltirningar tókst ekki að bregðast við opnunarmarkinu og róaðist leikurinn niður, allt þar til undir lok fyrri hálfleiks þegar Vicente Valor skoraði flautumark fyrir gestina með góðum skalla eftir fyrirgjöf.

Staðan var því 0-2 í leikhlé og byrjuðu Gróttumenn seinni hálfleikinn af meiri krafti en tókst ekki að skapa mikla hættu.

Það var lítið að frétta í síðari hálfleiknum þar til Hermann Þór Ragnarsson gerði endanlega út um viðureignina með marki á 77. mínútu. Hermann skoraði af stuttu færi í autt mark eftir að Rafal Stefán Daníelsson, markvörður Gróttu, missti af fyrirgjöf.

Lokatölur urðu 0-3 fyrir ÍBV og eru þessi tvö lið núna jöfn á stigum. Grótta og ÍBV eiga bæði 10 stig eftir 7 fyrstu umferðir tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner