West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
Var sleginn í andlitið af leikmanni - „Auðvelt að spjalda unga þjálfara“
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
   fim 13. júní 2024 22:58
Halldór Gauti Tryggvason
Magnús Már: Kominn taktur í okkur
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Raggi Óla

„Gríðarlega sáttur. Fannst við hafa átt að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik. Bara gríðarlega ánægður með strákana fyrir að hafa trú allan tímann á verkefninu“ Þetta sagði Magnús Már, þjálfari Aftureldingar, aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik kvöldsins.


„Þetta er þriðji leikurinn í röð þar sem við skorum sigurmark, þokkalega seint í leiknum og það sýnir trúna sem við höfum.“


„Við vorum bara að reyna að spila okkar fótbolta og fannst það ganga upp. Við vorum að opna þá, í fyrri hálfleik, og skapa færi og þeir voru að komast svona fyrir skotin okkar varnarmenn nokkrum sinnum í fyrri hálfleik.“

„Þróttur er með flott lið og góðir þjálfarar með þeim. Hörkulið, eins og öll í þessari deild, þetta eru öll hörkulið í þessari deild og hver einasti leikur erfiður þannig að nú förum við bara að njóta í kvöld. Svo er það bara fókus á næsta verkefni.“

„Við erum búnir að vinna þrjá leiki í röð og það er kominn taktur í okkur og mér finnst við vera svona að mæta, stígandi inn í þetta mót. Byrjunin, vorum ekki nógu ánægðir meða hana stigalega séð en frammistaðan hefur í flestum leikjum verið mjög góð og ég verið ánægður með strákana.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan

Athugasemdir
banner
banner
banner