Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   fim 13. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stórveldi berjast um Sergi Cardona
Mynd: EPA
Vinstri bakvörðurinn Sergi Cardona getur valið á milli ýmissa stórliða þegar hann velur sér næsta áfangastað eftir að samningurinn hans við Las Palmas rennur út um mánaðamótin.

Cardona er 24 ára gamall og var í lykilhlutverki í varnarleik Las Palmas á nýliðnu tímabili. Hann var fastamaður í byrjunarliðinu og hefur meðal annars verið orðaður við Atlético Madrid og Barcelona á undanförnum vikum.

Leikmaðurinn er ekki að flýta sér að taka ákvörðun um framtíðina, heldur ætlar hann að renna vel yfir öll tilboð sem berast áður en hann ákveður sig.

Það er einnig áhugi á Cardona utan landsteinanna en ekki hefur verið greint frá því hvaða félög hafa sett sig í samband við teymi leikmannsins.
Athugasemdir
banner
banner