Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 13. júlí 2020 18:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak Bergmann spilaði í jafntefli gegn Malmö - Arnór ekki með
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan leikinn fyrir Norrköping er liðið gerði 1-1 jafntefli við Malmö á útivelli.

Arnór Ingvi Traustason var ekki í leikmannahópi Malmö. Ekki kemur fram í upphitunarfrétt félagsins fyrir leikinn að hann sé að glíma við meiðsli eða eitthvað þess háttar.

Malmö leiddi 1-0 í hálfleik, en Ísak Bergmann og félagar jöfnuðu þegar tvær mínútur voru eftir að venjulegum leiktíma. Ísak er búinn að festa sitt í byrjunarliðinu þrátt fyrir ungan aldur. Malmö er í sjöunda sæti með tíu stig en Norrköping er á toppnum með 17 stig.

Frederik á bekknum
Í dönsku úrvalsdeildinni var Frederik Schram á bekknum er Lyngby vann útisigur á Hobro, 1-2. Frederik er varamarkvörður Lyngby, sem er í góðum málum hvað varðar það að halda sæti sínu í deildinni.

Liðin mætast í seinni leik sínum eftir viku og þá kemur í ljós hvort liðið heldur sér uppi og hvort liðið fer niður í B-deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner