KA er án sigurs í fjórum leikjum og hefur verið að síga niður töfluna. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var skiljanlega svekktur eftir naumt tap gegn Fylki í Árbænum.
Hann telur að KA hafi stimplað sig út úr toppbaráttunni með þessu tapi.
Hann telur að KA hafi stimplað sig út úr toppbaráttunni með þessu tapi.
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 1 KA
„Þetta var skrítinn leikur. Ég held að þetta sé sá leikur þar sem við fáum flest færi á okkur, þrátt fyrir að vera með boltann langtímum saman. Það er bara ekki nóg. Við höfum fengið slatta af færum undanfarið sem við höfum ekki nýtt," segir Arnar.
„Þeir skora úr skyndisókn eftir að við töpum boltanum illa. Við erum ólíkir okkur þar. Við sköpuðum okkur svo aragrúa af færum. Mér finnst við vera að stimpla okkur út úr toppbaráttunni."
„Við erum eiginlega dottnir úr þeirri stöðu að geta leyft okkur að dreyma um eitthvað skemmtilegt og það er drullusvekkjandi."
Athugasemdir