Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 13. júlí 2021 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarni fór í aðgerð og verður ekki meira með í sumar
Bjarni (í svörtu) brosandi eftir leikinn gegn Fylki
Bjarni (í svörtu) brosandi eftir leikinn gegn Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli fréttaritara á föstudag þegar nafn Bjarna Gunnarsson sást á leikskýrslu HK í fyrsta sinn síðan í lok maí. Bjarni er sóknarmaður sem hafði komið við sögu í fyrstu sjö leikjum liðsins á tímabilinu.

Bjarni var skráður liðsstjóri hjá HK gegn Fylki á föstudaginn sem gaf til kynna að leikmaðurinn væri ekki heill heilsu.

Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var spurður út í stöðuna á Bjarna í viðtali eftir leikinn gegn Fylki.

„Bjarni fór í aðgerð á mjöðm fyrir nokkrum vikum og verður ekkert meira með okkur á tímabilinu. En (hann var) frábær í liðstjórninni í dag," sagði Brynjar Björn léttur.

HK vann 2-1 endurkomusigur á Fylki og færði sig nær öruggu sæti í deildinni. Liðið mætir Víkingi í 12. umferð deildarinnar í kvöld.
Brynjar segir að Birnir verði ekki seldur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner