Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   þri 13. júlí 2021 22:29
Anton Freyr Jónsson
Brynjar Björn: Svekktur að fá ekki þrjú stig á heimavelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„ Við fengum möguleika hérna í lokin eftir horn og svona fyrirgjöf möguleika víti og eitt atvik í fyrri hálfleik líka þar sem mér finnst brotið á Stebba (Stefáni Ljubicic) inni í teig þegar hann er að fara að skalla boltann en öðru sköpuðum við ekki mikið af færum eða hvorugt liðið skapaði mikið af færum." voru fyrstu viðbrögð Brynjar Björns Gunnarssonar þjálfara HK.

Lestu um leikinn: HK 0 -  0 Víkingur R.

„Jöfn og góð lið og kannski mismunurinn var að Víkingar spila með aðeins meira sjálfstraust en við."

Það var mikill hraði og ákefð á vellinum í dag en lítið var um færi í Kórnum í kvöld.

„Fínn leikur en eins og þú segir bæði lið gáfu lítil færi á sér og vörðust vel og þar með sat og það er kannski ekki mikið um það að segja. Við verðum að virða þetta stig en ég er svekktur að fá ekki þrjú stig á heimavelli."

Martin Rauschenberg og Guðmundur Þór Júlíusson voru frábærir í miðverðinum hjá HK í kvöld og skölluðu hvern boltan á fætur öðrum í burtu og Brynjar Björn var sáttur með varnarleik liðsins í kvöld.

„Já gríðarlega. Þeir stóðu sig vel í dag. Vörðu teiginn og markið vel og sama skapi voru allir að vinna fyrir sínu og vinna fyrir hvorn annan og það er það sem við þurfum í framhaldinu."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir