Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   þri 13. júlí 2021 22:29
Anton Freyr Jónsson
Brynjar Björn: Svekktur að fá ekki þrjú stig á heimavelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„ Við fengum möguleika hérna í lokin eftir horn og svona fyrirgjöf möguleika víti og eitt atvik í fyrri hálfleik líka þar sem mér finnst brotið á Stebba (Stefáni Ljubicic) inni í teig þegar hann er að fara að skalla boltann en öðru sköpuðum við ekki mikið af færum eða hvorugt liðið skapaði mikið af færum." voru fyrstu viðbrögð Brynjar Björns Gunnarssonar þjálfara HK.

Lestu um leikinn: HK 0 -  0 Víkingur R.

„Jöfn og góð lið og kannski mismunurinn var að Víkingar spila með aðeins meira sjálfstraust en við."

Það var mikill hraði og ákefð á vellinum í dag en lítið var um færi í Kórnum í kvöld.

„Fínn leikur en eins og þú segir bæði lið gáfu lítil færi á sér og vörðust vel og þar með sat og það er kannski ekki mikið um það að segja. Við verðum að virða þetta stig en ég er svekktur að fá ekki þrjú stig á heimavelli."

Martin Rauschenberg og Guðmundur Þór Júlíusson voru frábærir í miðverðinum hjá HK í kvöld og skölluðu hvern boltan á fætur öðrum í burtu og Brynjar Björn var sáttur með varnarleik liðsins í kvöld.

„Já gríðarlega. Þeir stóðu sig vel í dag. Vörðu teiginn og markið vel og sama skapi voru allir að vinna fyrir sínu og vinna fyrir hvorn annan og það er það sem við þurfum í framhaldinu."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner