þri 13. júlí 2021 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur þarf að vinna upp eins marks mun í kvöld
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Íslandsmeistarar Vals mæta Dinamo Zagreb í seinni leik liðanna í 1. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni í kvöld.

Fyrri leikur liðanna endaði með 3-2 sigri Dinamo í Króatíu síðasta miðvikudag. Valur lenti 3-0 undir en skoraði tvö mörk á lokakaflanum eftir að Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu Króatanna.

Útivallamarkareglan er ekki lengur í gildi og því er eins og Valur sé 0-1 undir fyrir leiki kvöldsins.

„Við erum fáranlega ánægðir með að ná þessum tveimur mörkum í lokin og að halda okkur inn í þessu einvígi. Við komum vel gíraðir inn í heimaleikinn, það hefði verið leiðinlegt að vera 0-3 undir og mæta í seinni leikinn heima," sagði Guðmundur Andri Tryggvason í viðtali eftir fyrri leik liðanna.

Útivallarmörkin gilda ekki lengur í þessu. Staðan er 3-2, hvernig ertu að sjá þetta fyrir þér?

„Við munum mæta til þess að vinna og við sjáum að ef við spilum okkar leik þá getum við strítt þeim. Það er leiðinlegt með útivallarmörkin en svona er þetta bara og planið hjá okkur verður að halda hreinu og setja inn tvö mörk,“ sagði Andri.

Þjálfari Dinamo um einvígið:
Var farinn að hugsa um skemmtiferð til Íslands

Meistaradeildin:
20:00 Valur - Dinamo Zagreb (Croatia)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner