Heimild: KSÍ
Ólafur Ingi Skúlason hefur verið ráðinn þjálfari U21 landsliðs karla og tekur hann við starfinu af Davíð Snorra Jónassyni, sem var ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðsins í vor.
Ólafur Ingi lætur af störfum sem þjálfari U19 landsliðsins og við því starfi tekur Þórhallur Siggeirsson.
Ólafur Ingi lætur af störfum sem þjálfari U19 landsliðsins og við því starfi tekur Þórhallur Siggeirsson.
Ólafur Ingi lék á sínum tíma 36 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim eitt mark. Hann er uppalinn Fylkismaður en lék lengi í atvinnumennsku.
Hann hefur verið U19 landsliðsþjálfari síðan í janúar 2021 og kom liðinu í úrslitakeppni Evrópumótsins 2023.
Hann mun einnig sinna starfi aðstoðarþjálfara í U16/U17 ára landsliðum Íslands. Lúðvík Gunnarsson er þjálfari U16/17 liðanna en mun aðstoða Ólaf Inga í U21.
Þórhallur hættir sem aðstoðarþjálfari U21
Þórhallur hefur verið aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins frá 2021 og lætur nú af því starfi. Einnig starfaði hann í hæfileikamótun og sem þjálfari U15 karla. Hann er fyrrum þjálfari Þróttar og hefur einnig starfað við þjálfun í Noregi og Indlandi.
Fram kemur á heimasíðu KSÍ að leit sé hafin að nýjum þjálfara í U15 og hæfileikamótun karla sem einnig mun sinna aðstoðarþjálfun í U19 karla.
Athugasemdir