Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   lau 13. júlí 2024 06:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: KSÍ 
Ólafur Ingi tekur við U21 og Þórhallur við U19 (Staðfest)
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Ólafur Ingi Skúlason hefur verið ráðinn þjálfari U21 landsliðs karla og tekur hann við starfinu af Davíð Snorra Jónassyni, sem var ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðsins í vor.

Ólafur Ingi lætur af störfum sem þjálfari U19 landsliðsins og við því starfi tekur Þórhallur Siggeirsson.

Ólafur Ingi lék á sínum tíma 36 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim eitt mark. Hann er uppalinn Fylkismaður en lék lengi í atvinnumennsku.

Hann hefur verið U19 landsliðsþjálfari síðan í janúar 2021 og kom liðinu í úrslitakeppni Evrópumótsins 2023.

Hann mun einnig sinna starfi aðstoðarþjálfara í U16/U17 ára landsliðum Íslands. Lúðvík Gunnarsson er þjálfari U16/17 liðanna en mun aðstoða Ólaf Inga í U21.

Þórhallur hættir sem aðstoðarþjálfari U21
Þórhallur hefur verið aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins frá 2021 og lætur nú af því starfi. Einnig starfaði hann í hæfileikamótun og sem þjálfari U15 karla. Hann er fyrrum þjálfari Þróttar og hefur einnig starfað við þjálfun í Noregi og Indlandi.

Fram kemur á heimasíðu KSÍ að leit sé hafin að nýjum þjálfara í U15 og hæfileikamótun karla sem einnig mun sinna aðstoðarþjálfun í U19 karla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner