Tindastóll vann Fjölni í kvöld

„Ég er bara ótrúlega stoltur af stelpunum, baráttuleikur og það þurfti mikla seiglu til að klára þetta.'' Segir Guðni Þór Einarsson þjálfari Tindastóls í Inkasso deild kvenna eftir 1-0 sigur á Fjölni í kvöld.
Lestu um leikinn: Fjölnir 0 - 1 Tindastóll
,,Við komum úr þremur leikjum sem við erum ekki búnar að ná sigri, við ætlum okkur ekkert nema sigur og það gekk eftir.''
Tindastóll komst upp í Inkasso deildina í fyrra og eru því nýliðar í deildinni. Þær standa í þriðja sæti eftir leikinn í kvöld.
Guðni er ánægður með sínar stelpur og segir að liðið ætli sér að enda sem hæst í töflunni.
„Já, ég er mjög ánægður með þær. Þær leggja sig allar fram''
Næsti leikur Tindastóls er á móti Augnablik og býst Guðni við jöfnum og erfiðum leik.
„Þetta verður jafnt og verður erfiður leikur, en hérna á okkar heimavelli mætum við þeim á fullu og vonandi tökum við sigur þar.''
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilarum hér að ofan.
Athugasemdir