Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 13. ágúst 2022 18:34
Hafliði Breiðfjörð
Sif Atla: Fannst þetta brot í fyrra markinu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var ógeðslega svekkjandi," sagði Sif Atladóttir leikmaður Selfoss eftir 0 - 2 tap heima gegn Breiðablik í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag.


Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  2 Breiðablik

„Þetta var ekta bikarleikur. Mikil barátta og mér fannst við eiga mikið meira skilið. Mér fannst við gefa þeim drullugóðan leik. Mér fannst þetta brot í fyrra markinu, hún hleypur hana bara niður. Það sló okkur ekkert það mikið út af laginu en við erum að fá drullufín færi og svo þarf bara að pota honum inn," sagði Sif en Agla María Albertsdóttir hafði skorað skrítið mark eftir samstuð við markmann Selfoss. Hún segir Björn Sigurbjörnsson þjálfara og Báru Kristbjörgu Rúnarsdóttur aðstoðarkonu hans hafa kvartað.

„Ég reyndi bara að hugsa um næsta augnablik en ég veit að Bjössi og Bára létu í sér heyra. Mér fannst dómarinn annars mjög fínn, hann hélt línu sem hann setti alveg strax. Ég er ánægð með hann og hrósaði honum eftir leik. Þessi leikur var örugglega verið ágætis skemmtun á að horfa, mikil barátta og við erum heldur betur að sýna að við getum verið gott lið og núna þarf bara að koma boltanum yfir línuna."

Sif kom haltrandi til mín fyrir viðtalið og það er stutt í næsta leik gegn Þór/KA á þriðjudaginn. Kemur hún ekki alveg heil út úr leiknum?

„Jújú, ég er orðin svo þreytt á þessu gamla tali. Það skiptir engu máli hvað maður er orðinn gamall, ég get alveg haldið í við þessa ungu krakka. Mér finnst ég sýna og sanna með hverjum leiknum að ég er ennþá drullufit. Vöðvaminnið gleymist ekki og þaðer ennþá mikill kraftur í líkamanum og mér líður vel."

Nánar er rætt við Sif í spilaranum að ofan en þar ræðir hún umræðu um að dómarar leyfi of harða spilamennsku í Bestu-deild kvenna Hún hefur miklar skoðanir á því máli og vill sjá breytingar þó svo hún hafi verið í skýjunum með dómgæsluna í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner