Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   lau 13. ágúst 2022 18:34
Hafliði Breiðfjörð
Sif Atla: Fannst þetta brot í fyrra markinu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var ógeðslega svekkjandi," sagði Sif Atladóttir leikmaður Selfoss eftir 0 - 2 tap heima gegn Breiðablik í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag.


Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  2 Breiðablik

„Þetta var ekta bikarleikur. Mikil barátta og mér fannst við eiga mikið meira skilið. Mér fannst við gefa þeim drullugóðan leik. Mér fannst þetta brot í fyrra markinu, hún hleypur hana bara niður. Það sló okkur ekkert það mikið út af laginu en við erum að fá drullufín færi og svo þarf bara að pota honum inn," sagði Sif en Agla María Albertsdóttir hafði skorað skrítið mark eftir samstuð við markmann Selfoss. Hún segir Björn Sigurbjörnsson þjálfara og Báru Kristbjörgu Rúnarsdóttur aðstoðarkonu hans hafa kvartað.

„Ég reyndi bara að hugsa um næsta augnablik en ég veit að Bjössi og Bára létu í sér heyra. Mér fannst dómarinn annars mjög fínn, hann hélt línu sem hann setti alveg strax. Ég er ánægð með hann og hrósaði honum eftir leik. Þessi leikur var örugglega verið ágætis skemmtun á að horfa, mikil barátta og við erum heldur betur að sýna að við getum verið gott lið og núna þarf bara að koma boltanum yfir línuna."

Sif kom haltrandi til mín fyrir viðtalið og það er stutt í næsta leik gegn Þór/KA á þriðjudaginn. Kemur hún ekki alveg heil út úr leiknum?

„Jújú, ég er orðin svo þreytt á þessu gamla tali. Það skiptir engu máli hvað maður er orðinn gamall, ég get alveg haldið í við þessa ungu krakka. Mér finnst ég sýna og sanna með hverjum leiknum að ég er ennþá drullufit. Vöðvaminnið gleymist ekki og þaðer ennþá mikill kraftur í líkamanum og mér líður vel."

Nánar er rætt við Sif í spilaranum að ofan en þar ræðir hún umræðu um að dómarar leyfi of harða spilamennsku í Bestu-deild kvenna Hún hefur miklar skoðanir á því máli og vill sjá breytingar þó svo hún hafi verið í skýjunum með dómgæsluna í dag.


Athugasemdir
banner