Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 13. ágúst 2022 18:34
Hafliði Breiðfjörð
Sif Atla: Fannst þetta brot í fyrra markinu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var ógeðslega svekkjandi," sagði Sif Atladóttir leikmaður Selfoss eftir 0 - 2 tap heima gegn Breiðablik í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag.


Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  2 Breiðablik

„Þetta var ekta bikarleikur. Mikil barátta og mér fannst við eiga mikið meira skilið. Mér fannst við gefa þeim drullugóðan leik. Mér fannst þetta brot í fyrra markinu, hún hleypur hana bara niður. Það sló okkur ekkert það mikið út af laginu en við erum að fá drullufín færi og svo þarf bara að pota honum inn," sagði Sif en Agla María Albertsdóttir hafði skorað skrítið mark eftir samstuð við markmann Selfoss. Hún segir Björn Sigurbjörnsson þjálfara og Báru Kristbjörgu Rúnarsdóttur aðstoðarkonu hans hafa kvartað.

„Ég reyndi bara að hugsa um næsta augnablik en ég veit að Bjössi og Bára létu í sér heyra. Mér fannst dómarinn annars mjög fínn, hann hélt línu sem hann setti alveg strax. Ég er ánægð með hann og hrósaði honum eftir leik. Þessi leikur var örugglega verið ágætis skemmtun á að horfa, mikil barátta og við erum heldur betur að sýna að við getum verið gott lið og núna þarf bara að koma boltanum yfir línuna."

Sif kom haltrandi til mín fyrir viðtalið og það er stutt í næsta leik gegn Þór/KA á þriðjudaginn. Kemur hún ekki alveg heil út úr leiknum?

„Jújú, ég er orðin svo þreytt á þessu gamla tali. Það skiptir engu máli hvað maður er orðinn gamall, ég get alveg haldið í við þessa ungu krakka. Mér finnst ég sýna og sanna með hverjum leiknum að ég er ennþá drullufit. Vöðvaminnið gleymist ekki og þaðer ennþá mikill kraftur í líkamanum og mér líður vel."

Nánar er rætt við Sif í spilaranum að ofan en þar ræðir hún umræðu um að dómarar leyfi of harða spilamennsku í Bestu-deild kvenna Hún hefur miklar skoðanir á því máli og vill sjá breytingar þó svo hún hafi verið í skýjunum með dómgæsluna í dag.


Athugasemdir