Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   lau 13. ágúst 2022 18:34
Hafliði Breiðfjörð
Sif Atla: Fannst þetta brot í fyrra markinu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var ógeðslega svekkjandi," sagði Sif Atladóttir leikmaður Selfoss eftir 0 - 2 tap heima gegn Breiðablik í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag.


Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  2 Breiðablik

„Þetta var ekta bikarleikur. Mikil barátta og mér fannst við eiga mikið meira skilið. Mér fannst við gefa þeim drullugóðan leik. Mér fannst þetta brot í fyrra markinu, hún hleypur hana bara niður. Það sló okkur ekkert það mikið út af laginu en við erum að fá drullufín færi og svo þarf bara að pota honum inn," sagði Sif en Agla María Albertsdóttir hafði skorað skrítið mark eftir samstuð við markmann Selfoss. Hún segir Björn Sigurbjörnsson þjálfara og Báru Kristbjörgu Rúnarsdóttur aðstoðarkonu hans hafa kvartað.

„Ég reyndi bara að hugsa um næsta augnablik en ég veit að Bjössi og Bára létu í sér heyra. Mér fannst dómarinn annars mjög fínn, hann hélt línu sem hann setti alveg strax. Ég er ánægð með hann og hrósaði honum eftir leik. Þessi leikur var örugglega verið ágætis skemmtun á að horfa, mikil barátta og við erum heldur betur að sýna að við getum verið gott lið og núna þarf bara að koma boltanum yfir línuna."

Sif kom haltrandi til mín fyrir viðtalið og það er stutt í næsta leik gegn Þór/KA á þriðjudaginn. Kemur hún ekki alveg heil út úr leiknum?

„Jújú, ég er orðin svo þreytt á þessu gamla tali. Það skiptir engu máli hvað maður er orðinn gamall, ég get alveg haldið í við þessa ungu krakka. Mér finnst ég sýna og sanna með hverjum leiknum að ég er ennþá drullufit. Vöðvaminnið gleymist ekki og þaðer ennþá mikill kraftur í líkamanum og mér líður vel."

Nánar er rætt við Sif í spilaranum að ofan en þar ræðir hún umræðu um að dómarar leyfi of harða spilamennsku í Bestu-deild kvenna Hún hefur miklar skoðanir á því máli og vill sjá breytingar þó svo hún hafi verið í skýjunum með dómgæsluna í dag.


Athugasemdir
banner
banner