Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
   þri 13. ágúst 2024 11:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Dr. Football 
Segir að Birkir Valur sé á leið í FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason, þáttarstjórnandi Dr. Football hlaðvarpsins, sagði í dag frá því í þætti sínum að Birkir Valur Jónsson væri á leið í FH frá HK.

„Þeir eru að reyna fá hann strax, en þeir eru allavega búnir að tryggja sér hann," segir Hjörvar sem er stuðningsmaður HK.

Birkir Valur er 25 ára varnarmaður sem getur bæði spilað sem bakvörður og miðvörður. FH er í leit að hægri bakverði eins og fjallað var um í siðustu viku.

Sigurður Gísli Bond sagði þá í þættinum að FH hefði skoðað að fá Jonathan Hendrickx aftur til félagsins. Hendrickx er að spila í belgísku C-deildinni. Hann var hjá FH á árunum 2014-2017.

Samningur Birkis við HK rennur út eftir tímabilið, innan við hálft ár er eftir af samningi hans og má hann ræða við önnur félög um samning sem tekur gildi eftir tímabilið. Miðað við orð Hjörvars hefur Birkir náð samkomulagi við FH um að leika með liðinu á næsta tímabili.

FH hefur daginn í dag til að reyna fá Birki yfir frá HK svo hann geti klárað þetta tímabil með liðinu. FH er í baráttu um Evrópusæti á meðan HK berst fyrir lífi sínu í deildinni.

Hann á að baki yfir 170 deildarleiki á sínum ferli og lék 27 leiki fyrir yngri landsliðin. Hann hefur leikið allan sinn feril með HK fyrir utan hálft ár hjá Spartak Trnava í Slóvakíu árið 2020.

Hann er algjör lykilmaður í liði HK og hefur spilað allar 90 mínúturnar alltaf nema einu sinni í sumar.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
2.    Víkingur R. 21 14 4 3 50 - 23 +27 46
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 21 5 6 10 34 - 42 -8 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner