Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   sun 13. september 2020 20:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Riðlakeppni lokið - Hjörtur Júlíus skoraði sex
Hinn 45 ára gamli Hjörtur skoraði sex mörk.
Hinn 45 ára gamli Hjörtur skoraði sex mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Ian Jeffs var einnig á skotskónum.
Ian Jeffs var einnig á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Ásvöllum. Knattspyrnufélag Ásvalla er komið í úrslitakeppnina.
Frá Ásvöllum. Knattspyrnufélag Ásvalla er komið í úrslitakeppnina.
Mynd: Hulda Margrét
Riðlakeppninni í 4. deild karla lauk í dag með átta leikjum. Eins og venjulega í 4. deildinni var fullt af mörkum skorað og nokkur rauð spjöld sem fóru á loft.

A-riðill:
KFS og Afríka mættust í lokaleik A-riðils í Vestmannaeyjum og þar var aldrei spurning um úrslit eftir að Ian Jeffs, aðstoðarþjálfar karlaliðs ÍBV og aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, skoraði. Leikurinn endaði 9-0. Birkir Snær Alfreðsson skoraði fernu„ Daníel Már Sigmarsson tvö, Arnar Breki Gunnarsson eitt og Yngvi Magnús Borgþórsson eitt. KFS vinnur riðilinn og fer í úrslitakeppnina, en Afríka endar á botni riðilsins með eitt stig.

KFS 9 - 0 Afríka
1-0 Ian David Jeffs ('6)
2-0 Birkir Snær Alfreðsson ('10)
3-0 Arnar Breki Gunnarsson ('32)
4-0 Birkir Snær Alfreðsson ('54)
5-0 Birkir Snær Alfreðsson ('63, víti)
6-0 Daníel Már Sigmarsson ('66)
7-0 Daníel Már Sigmarsson ('86)
8-0 Birkir Snær Alfreðsson ('87)
9-0 Yngvi Magnús Borgþórsson ('90, víti)
Rautt spjald: Alessandro Dias Bandeira, Afríka ('90)

B-riðill:
Það fóru fram þrír leikir í B-riðli. Björninn hafði betur gegn Álafossi, 3-1, eftir að Álfoss hafði komist yfir með skallamarki frá Baldvini Má Borgarssyni. SR skoraði 11 gegn Snæfelli og þar af skoraði gamla kempan Hjörtur Júlíus Hjartarson sex mörk. Aron Dagur Heiðarsson gerði líka þrennu fyrir SR. Þá vann Kormákur/Hvöt 5-2 sigur á Stokkseyri og vinnur þennan riðil. KFR lenti í öðru sæti og SR í þriðja sætinu. Kormákur/Hvöt og KFR fara í úrslitakeppnina.

Björninn 3 - 1 Álafoss
0-1 Baldvin Már Borgarsson ('9)
1-1 Agnar Bragi Magnússon ('46)
2-1 Sólon Kolbeinn Ingason ('74)
3-1 Sólon Kolbeinn Ingason ('84)

SR 11 - 0 Snæfell
1-0 Hjörtur Júlíus Hjartarson ('4)
2-0 Hjörtur Júlíus Hjartarson ('40, víti)
3-0 Jón Konráð Guðbergsson ('46)
4-0 Aron Dagur Heiðarsson ('56)
5-0 Aron Dagur Heiðarsson ('58)
6-0 Hjörtur Júlíus Hjartarson ('62)
7-0 Aron Dagur Heiðarsson ('65)
8-0 Hjörtur Júlíus Hjartarson ('74)
9-0 Hjörtur Júlíus Hjartarson ('78)
10-0 Jón Konráð Guðbergsson ('90)
11-0 Hjörtur Júlíus Hjartarson ('90)

Kormákur/Hvöt 5 - 2 Stokkseyri
1-0 Hilmar Þór Kárason ('44)
2-0 Ingvi Rafn Ingvarsson ('48)
3-0 Hilmar Þór Kárason ('65)
3-1 Örvar Hugason ('74, víti)
3-2 Sigurður Freyr Sigurvinsson ('78)
4-2 Oliver James Kelaart Torres ('82)
5-2 Oliver James Kelaart Torres ('90)
Rautt spjald: Rúnar Birgisson, Stokkseyri ('69)

C-riðill:
Þá fóru fjórir leikir fram í C-riðli. Hamar lagði KFB 5-1, Skallagrímur vann stórsigur á KM, KÁ vann Berserki 5-2 eftir að hafa lent tvisvar undir og Ísbjörninni hafði betur gegn Samherjum fyrir norðan. Hamar vinnur riðilinn, KÁ endar í öðru sæti og Ísbjörninn í þriðja sæti stigi á eftir KÁ.

Núna er úrslitakeppnin framundan.

Hamar 5 - 1 KFB
0-1 Ísak Óli Ólafsson ('14)
1-1 Pétur Geir Ómarsson ('34)
2-1 Atli Þór Jónasson ('44)
3-1 Magnús Ingi Einarsson ('60, víti)
4-1 Magnús Ingi Einarsson ('65)
5-1 Pétur Geir Ómarsson ('90)
Rautt spjald: Logi Steinn Friðþjófsson, KFB ('59)

Skallagrímur 5 - 0 KM
1-0 Viktor Ingi Jakobsson ('29)
2-0 Sigurjón Ari Guðmundsson ('45)
3-0 Sölvi G Gylfason ('72)
4-0 Viktor Ingi Jakobsson ('83)
5-0 Viktor Ingi Jakobsson ('90)
Rautt spjald: Ignacio De Haro Lopez, KM ('68)

Berserkir 2 - 5 KÁ
1-0 Hjörtur Guðmundsson ('8)
1-1 Daði Snær Ingason ('14, víti)
2-1 Hróðmar Hafsteinn Stefánsson ('27)
2-2 Egill Örn Atlason ('48)
2-3 Guðmundur Arnar Jónsson ('56)
2-4 Alexander Snær Einarsson ('64)
2-5 Egill Örn Atlason ('87)
Rautt spjald: Alexander Snær Einarsson, KÁ ('79)

Samherjar 1 - 3 Ísbjörninn
0-1 Milos Bursac ('9)
0-2 David Jaen Ibarra ('16)
1-2 Hreggviður Heiðberg Gunnarsson ('57)
1-3 Ronald Andre Olguín González ('60)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner