Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   sun 13. september 2020 21:59
Mist Rúnarsdóttir
Álfa: Vantar þetta pínulitla uppá
Kvenaboltinn
Álfhildur Rósa, fyrirliði Þróttar
Álfhildur Rósa, fyrirliði Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ótrúlega vonsvikin en við gáfum allt í þetta og reyndum að vinna þennan leik. Það gekk bara ekki alveg upp,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, eftir 2-2 jafnteflisleik gegn FH fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 FH

Þróttarar lentu 2-0 undir eftir að hafa fengið á sig tvö mörk úr hornspyrnum en áttu svo góða endurkomu og náðu að jafna leikinn.

„Þetta voru skítamörk en við vissum alveg að við værum betra liðið og við náðum alveg að sýna það inná vellinum. Við náðum þessum tveimur mörkum í seinni hálfleiknum en því miður ekki meira en það,“ sagði Álfhildur en þetta var sjötta jafntefli liðsins í deildinni í sumar!

„Það vantar þetta pínulitla uppá. Kannski að leggja aðeins meira í þetta og sýna aðeins meiri hörku,“ svaraði fyrirliðinn aðspurð um hvað Þróttarar þyrftu að gera til að breyta þessum jafnteflum í sigra.

Framundan er landsleikjahlé á deildinni og Álfhildur segir Þróttara ætla að nýta það skynsamlega.

„Við ætlum að æfa vel og fara yfir taktísk atriði en svo er líka mikilvægt að fá smá hvíld.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Álfhildi í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner