Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 13. september 2020 16:34
Ester Ósk Árnadóttir
Þorsteinn um landsliðsvalið: Hefði viljað sjá fleiri af mínum leikmönnum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta byrjaði fínt. Við komum strax yfir þannig að það hjálpaði okkur," sagði Þorsteinn þjálfari Blika eftir 0-7 sigur á Þór/KA á Þórsvellinum í dag.

„Þá þurftu þær að fara að sækja og það hjálpaði okkur að opna leikinn. Við nýtum okkur það vel. Spiluðum heilt yfir mjög góðan leik og ég er mjög sáttur við þennan leik."

Sveindís var best á vellinum í dag. Varnarmenn Þór/KA áttu í miklu basli með hana en hún skoraði tvö og átti tvær stoðsendingar í leiknum.

„Sveindís var góð í dag. Hún var að fá góða hjálp og var góður partur í spilinu hjá okkur. Hún er að fá góðar sendingar og þjónustu sem hún er að nýta sér vel. Svo er hún að þjónusta og skora þannig að þetta bara rúllaði vel í dag heilt yfir hjá öllu liðinu.

Sveindís er nýliði í landsliðshópinn fyrir leikina sem framundan eru. Þorsteinn hefði þó viljað sjá fleiri leikmenn Breiðabliks í landsliðshópnum.

„Ég er alltaf sáttur þegar einstaklingar eru valdir í landsliðið og þær eiga það bara allar skilið. Maður hefði viljað sjá fleiri leikmenn. Við erum með þrjú mörk á okkur í 15 leikjum í sumar og við erum með engan varnarmann í landsliðinu sem er erftirtektarvert. Mér finnst það skrítið. Það er náttúrulega bara einn maður sem velur það."

Framundan er landsleikjahlé. Breiðablik fær svo ÍBV í heimsókn. Eftir þann leik er hin umtalaði „úrslitaleikur" á móti Val.

„Það eru einhverjir landsleikir á milli og svona þannig að það er langt í það ennþá held ég þannig við erum ekkert farinn að hugsa um það. Nú þurfum við bara að koma okkur niður eftir þennan leik. Margir leikmenn fara í landsliðsverkefni og svo hittumst við bara aftur eftir sirka 12 daga og þurfum að undirbúa næsta leik. Ef við ætlum að fara fram úr sjálfum okkur og hugsa bara um Val þá fáum við á kjaftinn og við ætlum ekki að gera það."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner