Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 13. september 2020 16:34
Ester Ósk Árnadóttir
Þorsteinn um landsliðsvalið: Hefði viljað sjá fleiri af mínum leikmönnum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta byrjaði fínt. Við komum strax yfir þannig að það hjálpaði okkur," sagði Þorsteinn þjálfari Blika eftir 0-7 sigur á Þór/KA á Þórsvellinum í dag.

„Þá þurftu þær að fara að sækja og það hjálpaði okkur að opna leikinn. Við nýtum okkur það vel. Spiluðum heilt yfir mjög góðan leik og ég er mjög sáttur við þennan leik."

Sveindís var best á vellinum í dag. Varnarmenn Þór/KA áttu í miklu basli með hana en hún skoraði tvö og átti tvær stoðsendingar í leiknum.

„Sveindís var góð í dag. Hún var að fá góða hjálp og var góður partur í spilinu hjá okkur. Hún er að fá góðar sendingar og þjónustu sem hún er að nýta sér vel. Svo er hún að þjónusta og skora þannig að þetta bara rúllaði vel í dag heilt yfir hjá öllu liðinu.

Sveindís er nýliði í landsliðshópinn fyrir leikina sem framundan eru. Þorsteinn hefði þó viljað sjá fleiri leikmenn Breiðabliks í landsliðshópnum.

„Ég er alltaf sáttur þegar einstaklingar eru valdir í landsliðið og þær eiga það bara allar skilið. Maður hefði viljað sjá fleiri leikmenn. Við erum með þrjú mörk á okkur í 15 leikjum í sumar og við erum með engan varnarmann í landsliðinu sem er erftirtektarvert. Mér finnst það skrítið. Það er náttúrulega bara einn maður sem velur það."

Framundan er landsleikjahlé. Breiðablik fær svo ÍBV í heimsókn. Eftir þann leik er hin umtalaði „úrslitaleikur" á móti Val.

„Það eru einhverjir landsleikir á milli og svona þannig að það er langt í það ennþá held ég þannig við erum ekkert farinn að hugsa um það. Nú þurfum við bara að koma okkur niður eftir þennan leik. Margir leikmenn fara í landsliðsverkefni og svo hittumst við bara aftur eftir sirka 12 daga og þurfum að undirbúa næsta leik. Ef við ætlum að fara fram úr sjálfum okkur og hugsa bara um Val þá fáum við á kjaftinn og við ætlum ekki að gera það."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner