Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   sun 13. september 2020 20:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valdimar eftir lokaleikinn með Fylki: Það er á milli mín og Strömsgodset
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leiðinlegt að tapa, alltaf leiðinlegt að tapa fótboltaleikjum," sagði Valdimar Þór Ingimundarson, fráfarandi leikmaður Fylkis, í viðtali eftir tap gegn KA.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Fylkir

„Þetta var hægt hjá okkur, gerðum þetta ekki nógu vel, fengum leiðinleg mörk á okkur og náðum ekki að skora."

Fylkir var meira með boltann í leiknum á meðan KA varðist vel. Hvers vegna náði Fylkir ekki að búa til opin tækifæri?

„Þeir lágu neðarlega og gerðu það vel. Við hreyfðum boltann ekki nógu vel og það var eitthvað sem vantaði hjá okkur í dag, því miður."

Valdimar var spurður út í vítaspyrnuna sem fór forgörðum hjá sér í kvöld. Ótrúlega óvænt játti hann því að það væri leiðinlegt að klúðra vítum.

Leiðinlegt en getur ekki sagt nei við þessu
Valdimar er að ganga í raðir Strömsgodset sem leikur í efstu deild í Noregi. Valdimar segir þetta hafa verið síðasta leikinn með Fylki í bili.

Hvernig líður honum með að vera genginn í raðir norska félagsins? „Það er bara spennandi. Ég er spenntur og hlutirnir skýrast frekar þegar ég er mættur."

Var Valdimar í viðræðum við mörg lið? „Ég ætla ekki að tala um það."

Er Strömsgodset með hlutverk klárt fyrir Valda? „Það er á milli mín og Strömsgodset og það verður bara þannig."

Er erfitt að fara frá Fylki á miðri leiktíð? „Það er mjög leiðinlegt, hefði viljað klára tímabilið en þetta er eitthvað sem þú getur ekki sagt nei við," sagði Valdimar að lokum.
Athugasemdir