PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   sun 13. september 2020 20:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valdimar eftir lokaleikinn með Fylki: Það er á milli mín og Strömsgodset
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leiðinlegt að tapa, alltaf leiðinlegt að tapa fótboltaleikjum," sagði Valdimar Þór Ingimundarson, fráfarandi leikmaður Fylkis, í viðtali eftir tap gegn KA.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Fylkir

„Þetta var hægt hjá okkur, gerðum þetta ekki nógu vel, fengum leiðinleg mörk á okkur og náðum ekki að skora."

Fylkir var meira með boltann í leiknum á meðan KA varðist vel. Hvers vegna náði Fylkir ekki að búa til opin tækifæri?

„Þeir lágu neðarlega og gerðu það vel. Við hreyfðum boltann ekki nógu vel og það var eitthvað sem vantaði hjá okkur í dag, því miður."

Valdimar var spurður út í vítaspyrnuna sem fór forgörðum hjá sér í kvöld. Ótrúlega óvænt játti hann því að það væri leiðinlegt að klúðra vítum.

Leiðinlegt en getur ekki sagt nei við þessu
Valdimar er að ganga í raðir Strömsgodset sem leikur í efstu deild í Noregi. Valdimar segir þetta hafa verið síðasta leikinn með Fylki í bili.

Hvernig líður honum með að vera genginn í raðir norska félagsins? „Það er bara spennandi. Ég er spenntur og hlutirnir skýrast frekar þegar ég er mættur."

Var Valdimar í viðræðum við mörg lið? „Ég ætla ekki að tala um það."

Er Strömsgodset með hlutverk klárt fyrir Valda? „Það er á milli mín og Strömsgodset og það verður bara þannig."

Er erfitt að fara frá Fylki á miðri leiktíð? „Það er mjög leiðinlegt, hefði viljað klára tímabilið en þetta er eitthvað sem þú getur ekki sagt nei við," sagði Valdimar að lokum.
Athugasemdir
banner