Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 13. september 2022 12:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samningur Mbappe styttri en fjallað var um í fyrstu
Mynd: EPA
Franska stórstjarnan Kylian Mbappe skrifaði undir nýjan samning við Paris Saint-Germain á síðasta ári sem gerði hann að launahæsta og valdamesta fótboltamanni í heimi.

Samningur hans við PSG var að renna út og virtist stefna í það að hann færi til Real Madrid - þangað til PSG bauð honum samning sem hann gat ekki hafnað.

Í fyrstu var talað um samning til 2025 og fjallað um það þannig, en núna segir L'Equipe í Frakklandi að samningur sé upprunalega ekki svo langur.

Samningurinn gildir til 2024 og er ákvæði um að það sé hægt að framlengja hann um eitt ár en það er bara leikmaðurinn sjálfur sem ræður því.

„Spurningar um framtíð hans munu því koma fljótt á borðið aftur," segir í grein franska íþróttablaðsins.
Athugasemdir
banner
banner