Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. október 2019 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kane eða Rashford til Barcelona?
Powerade
Harry Kane og Marcus Rashford.
Harry Kane og Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Christian Eriksen.
Christian Eriksen.
Mynd: Getty Images
Declan Rice - orðaður við Manchester United.
Declan Rice - orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Menn slúðra alveg þó að það sé landsleikjahlé. Hér kemur slúðurskammtur dagsins.



Bayern München gæti barist við Real Madrid um Christian Eriksen (27), miðjumann Tottenham, í janúarglugganum. (Sport1)

Steven Gerrard, þjálfari Rangers, segir að sóknarmaðurinn Jermain Defoe (37) - á láni hjá Rangers frá Bournemouth - gæti verið hluti af þjálfarateymi Rangers á næstu leiktíð, ásamt því að spila með liðinu. (Daily Record)

Manchester United gæti eytt 70 milljónum punda í Declan Rice (20), miðjumann West Ham, í janúar. (Sunday Mirror)

Tveir enskir landsliðsmenn, þeir Harry Kane (26), sóknarmaður Tottenham, og Marcus Rashford (21), sóknarmaður Manchester United, eru á meðal möguleika Barcelona sem er í leit að sóknarmanni. Kylian Mbappe (20) og Lautaro Martinez (22) eru einnig orðaðir við Börsunga. (Mundo Deportivo)

Fernandinho (34), miðjumaður Manchester City, mun fá nýjan 12 mánaða samning hjá félaginu. Núgildandi samningur hans rennur út eftir tímabilið. (Sun on Sunday)

Phil Parkinson, fyrrum þjálfari Bolton, er líklegastur til að taka við Sunderland. (Daily Star Sunday)

Búist er við því að Manchester United muni hafa 300 milljónir punda til að eyða næstu tvö sumur. Bryan Robson, fyrrum fyrirliði liðsins, telur að stór mistök hafi verið gerð síðasta sumar er Romelu Lukaku (26) og Alexis Sanchez (30) var leyft að fara án þess að aðrir leikmenn kæmu inn í staðinn. (Daily Star Sunday)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, vill að félagið noti spænskt ráðgjafafyrirtæki til að hjálpa við leikmannakaup. (Mail on Sunday)

Newcastle er að fylgjast með Ryan Manning (23), miðjumanni QPR. (Football Insider)

Úlfarnir eru orðaðir við Christian Luyindama (25), miðvörð Galatasaray. Hann var áður orðaður við Aston Villa. (Birmingham Mail)

Mel Morris, eigandi Derby County, er að bíða eftir 60 milljón punda tilboði ef hann á að selja félagið. Hann hefur nú þegar fengið 50 milljón punda tilboð frá bandarískum fjárfestum. (Sun on Sunday)

Newcastle ætlar að styðja við bakið á stjóra sínum Steve Bruce með nýjum leikmönnum í janúar. Sú vinna er þegar hafin. (Newcastle Chronicle)

Tottenham mun endurnýja áhuga sinn á Bruno Fernandes (25), miðjumanni Sporting Lissabon, í janúar. (A Bola)

Bayern München og Paris Saint-Germain hafa áhuga á Emre Can (25), miðjumann Juventus. Can var ekki valinn í Meistaradeildarhóp Juventus og er ósáttur með lítinn spiltíma það sem af er þessu tímabili. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner