Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 13. október 2020 09:15
Elvar Geir Magnússon
Franko Lalic og Esaú Rojo farnir til heimalanda sinna
Esaú Rojo Martínez.
Esaú Rojo Martínez.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Króatíski markvörðurinn Franko Lalic og spænski sóknarmaðurinn Esaú Rojo hjá Þrótti eru farnir til heimalanda sinna og taka væntanlega ekki þátt í tveimur síðustu umferðum Lengjudeildarinnar.

Lalic hefur varið mark Þróttar í öllum 20 leikjum Lengjudeildarinnar og Esaú er markahæsti leikmaður liðsins með 7 mörk í 20 leikjum. Sá síðarnefndi tekur út leikbann í næstu umferð.

Þá mun varnarmaðurinn Tyler Brown sem Þróttur fékk í síðasta glugga einnig vera á heimleið. Hann kom aðeins við sögu í tveimur leikjum í Lengjudeildinni.

Þróttur er í harðri fallbaráttu í Lengjudeildinni, er eitt af þremur liðum sem eru á botninum með 12 stig. Leiknir Fáskrúðsfirði og Magni eru einnig með 12 en Þróttur hefur bestu markatöluna af þessum liðum.

Óvissa ríkir um framhald Íslandsmótsins vegna Covid-19 faraldursins en fjölmargir erlendir leikmenn eru á heimferð.

Sjá einnig:
Félög í Lengjudeildinni senda leikmenn heim
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner