Maguire til sölu á afslætti - Framtíð Haaland ekki hjá Man City
banner
   sun 13. október 2024 17:45
Sölvi Haraldsson
Tyrkneska liðið með gæðamikla miðjumenn - „Áskorun fyrir okkur“
Icelandair
Jóhann Berg, fyrirliði íslenska landsliðsins.
Jóhann Berg, fyrirliði íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska landsliðið mætir annað kvöld mjög sterku landsliði tyrkja á Laugardalsvelli í 4. umferð Þjóðadeildarinnar. Í tyrkneska liðinu eru margir mjög gæðamiklir leikmenn sem spila fyrir stærstu félög heims.


Tyrkir eru með mjög sterka miðju en á miðjunni spila leikmenn eins og Kokcu, Calhanoglu og Arda Guler. Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var spuður út í miðjumenn Tyrklands og hvernig honum líst á að mæta þeim á morgun.

Þeir eiga tvo mjög góða miðjumenn í liðinu sínu, spila fyrir risastór félög. Við sáum það í fyrri leiknum okkar gegn Tyrklandi að miðjan þeirra er mjög góð og þar spila frekar góðir leikmenn hjá þeim.

Jóhann segir að leikmenn íslenska liðsins þurfi að trúa á sjálfan sig í leiknum á morgun.

„Við þurfum líka að trúa á okkur sjálfa að við getum lokað á þá. Þetta eru líklega þeirra tveir mikilvægustu leikmenn í því kerfi sem þeir vilja spila. Þetta er áskorun fyrir okkur að loka á miðjuna þeirra á morgun.“ sagði Jóhann Berg.

Leikurinn byrjar klukkan 18:45 annað kvöld en hægt er að kaupa sér miða á Tix.is.


Athugasemdir
banner
banner
banner