fös 13. nóvember 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Hólmfríður: Sonur minn fær að vera í fyrsta sæti núna
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmfríður Magnúsdóttir ákvað að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðshópinn fyrir komandi leiki gegn Slóvakíu og Ungverjalandi í undankeppni EM.

Hólmfríður gekk á dögunum til liðs við Avaldsnes í Noregi eftir að hafa spilað með Selfyssingum í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Hin 36 ára gamla Hólmfríður kom aftur í íslenska landsliðshópinn gegn Svíum á dögunum en hún gefur ekki kost á sér í komandi leiki.

„Erfitt að segja nei, hefði óskað þess að vera hluti af þessu geggjaða liði. Að vera atvinnukona með barn í öðru landi er krefjandi. Sonur minn fær að vera í fyrsta sæti núna. Gangi ykkur vel," segir Hólmfríður á Twitter í dag.




Athugasemdir
banner
banner