Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   sun 13. nóvember 2022 23:23
Brynjar Ingi Erluson
Carragher: 99 prósent af stuðningsfólki Man Utd mun styðja Ten Hag
Jamie Carragher
Jamie Carragher
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, er á því að algjör meirihluti stuðningsmanna Manchester United eigi eftir að styðja Erik ten Hag, stjóra félagsins og ákvarðanir hans varðandi Cristiano Ronaldo.

Það er svo gott sem staðfest að Ronaldo sé á förum frá United aðeins rúmu ári eftir að hann gekk aftur í raðir félagsins.

Samband Ronaldo og Ten Hag er slæmt. Sóknarmaðurinn hefur lítið fengið að spila undir stjórn hollenska stjórans og var hann þá settur í agabann eftir að hann neitaði að koma inná gegn Tottenham.

„Ég sýni honum enga virðingu því ég fæ enga virðingu frá honum. Ef þú sýnir mér ekki virðingu þá mun ég aldrei sýna þér virðingu,“ sagði Ronaldo í viðtalinu við Piers Morgan, en það birtist í heild sinni á miðvikudag og fimmtudag.

Carragher talar um þetta á Twitter en þar bendir hann á að Ronaldo hafi tilkynnt að hann vildi yfirgefa félagið eftir að Ten Hag tók við. Hann neitaði að koma inná og labbaði af bekknum og yfirgaf völlinn áður en leikurinn kláraðist.

Ronaldo segir sjálfur í viðtalinu að Ten Hag og stjórnarmenn félagsins hafi ítrekað reynt að losa sig við hann. Carragher er þó viss um að Ten Hag eigi eftir að fá stuðning frá öllu stuðningsfólki United.

„99 prósent af stuðningsmönnum Man Utd munu standa með Erik Ten Hag, sem sýnir í raun hversu illa Ronaldo kom að málunum. Þetta eitt prósent mun styðja Ronaldo er Rio (Ferdinand), Roy (Keane) og Patrice (Evra),“ sagði Carragher á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner