banner
   sun 13. nóvember 2022 14:20
Aksentije Milisic
Carragher hrósar Howe fyrir að ná öllu úr leikmönnum Newcastle
Wood og Howe.
Wood og Howe.
Mynd: Getty Images

Newcastle United hefur spilað frábærlega á þessari leiktíð og hefur Eddie Howe, stjóri liðsins, fengið verðskuldað hrós.


Liðið er í þriðja sæti ensku úrvaldeildarinnar með 30 stig og hefur Newcastle einungis tapað einum leik á tímabilinu og þá fékk liðið á sig mark mjög seint í upppbótartíma á Anfield.

„Eddi Howe er sá stjóri sem er að fá mest frá leikmönnum sínum af stjórum í deildinni," sagði Carragher.

„Á meðan getur þú ekki trúað því að Chelsea eyddi 275 milljónum punda í sumar í leikmannahóp sem hefur verið mjög góður síðustu tímabil."

Það hefur gengið bölvanlega hjá Graham Potter og Chelsea upp á síðkastið. Liðið er í áttunda sæti deildarinnar en Potter vann sína fyrstu fimm leiki hjá Chelsea áður en það fór að halla undan fæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner