Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 13. nóvember 2022 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Milner fjórði í sögunni til að spila 600 úrvalsdeildarleiki
James Milner í 600. leik sínum í ensku úrvalsdeildinni
James Milner í 600. leik sínum í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Enski reynsluboltinn James Milner skrifaði sig í sögubækurnar í gær er hann spilaði 600. deildarleik sinn í ensku úrvalsdeildinni.

Milner, sem er 36 ára gamall, kom inná sem varamaður í 3-1 sigri Liverpool á Southampton á Anfield í gær.

Hann hefur beðið lengi eftir þessum leik enda var þetta 600. leikur hans í deildinni. Milner hefur spilað 211 deildarleiki fyrir Liverpool, 147 fyrir Manchester City, 100 fyrir Aston Villa, 94 fyrir Newcastle United og 48 fyrir Leeds.

Aðeins þrír aðrir hafa náð þessum merka áfanga. Gareth Barry, Ryan Giggs og Frank Lampard.

Milner á ekki langt í metið. Barry lék 653 leiki í deildinni og þá lék Giggs 632 leiki en Milner þarf aðeins að spila tíu leiki til að komast yfir Lampard, en hann er með 609 leiki.

Samningur Milner rennur út á næsta ári og er ekki ljóst hvort hann framlengi um annað ár, en ef það verður ekki í boði þá er það löngu skrifað í skýin að hann ljúki ævintýrinu á staðnum þar sem ferillinn hófst — hjá Leeds United.


Athugasemdir
banner
banner
banner