Hörður Björgvin Magnússon skoraði annað mark Panathinaikos í 2-0 sigrinum á Atromitos í grísku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var hans fyrsta mark fyrir félagið.
Varnarmaðurinn öflugi hefur lítið fengið að spreyta sig í aukaspyrnum með gríska liðinu á leiktíðinni en í dag fékk hann tækifærið.
Á fjórðu mínútu í uppbótartíma fékk Panathinaikos aukaspyrnu hægra megin við teiginn. Hörður setti boltann hárfínt yfir vegginn og í netið.
Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.
👤 Hörður Björgvin Magnússon
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) November 13, 2022
🇬🇷 Panathinaikos
🆚 Atromitos#Íslendingavaktin #paofc pic.twitter.com/fOR544lHqQ
Athugasemdir