Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 13. nóvember 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amelía Rún aftur í Keflavík (Staðfest)
Amelía Rún Fjeldsted.
Amelía Rún Fjeldsted.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Amelía Rún Fjeldsted er aftur gengin í raðir Keflavíkur, uppeldisfélags síns.

„Eftir að hafa söðlað um og leikið með Fylki er Amelía komin heim á ný, en hún á að baki um 90 leiki fyrir Keflavík þrátt fyrir að vera aðeins tvítug," segir í tilkynningu Keflavíkur.

Amelía rifti nýverið samningi sínum við Fylki en hún missti af stærstum hluta tímabilsins vegna meiðsla.

Hún kom til Fylkis frá Keflavík fyrir síðastliðið tímabil. Amelía er tvítugur kantmaður og á að baki átta leiki fyrir yngri landsliðin.

Fylkir endaði í neðsta sæti Bestu deildarinnar og verður í Lengjudeildinni á næsta tímabili, rétt eins og Keflavík.

Amelía var samningsbundin Fylki út næsta tímabil en eftir að ljóst varð að Gunnar Magnús Jónsson yrði ekki áfram þjálfari liðsins ákvað hún að nýta sér ákvæði í samningi sínum og rifti honum.

Athugasemdir
banner
banner
banner