Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. nóvember 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Besiktas spilar heimaleik við Maccabi í Ungverjalandi
Ciro Immobile og félagar ferðast til Ungverjalands til að spila heimaleik gegn Maccabi Tel Aviv.
Ciro Immobile og félagar ferðast til Ungverjalands til að spila heimaleik gegn Maccabi Tel Aviv.
Mynd: EPA
UEFA hefur staðfest að viðureign Besiktas gegn Maccabi Tel Aviv í Evrópudeildinni hafi verið færð frá Tyrklandi.

Viðureignin mun þess í stað fara fram í Debrecen, Ungverjalandi, og mun fara fram fyrir luktum dyrum.

Þessi breyting á sér stað vegna þess að tyrkneska ríkisstjórnin treysti sér ekki til að hýsa leikinn í Tyrklandi. Ríkisstjórnin getur ekki tryggt öryggi leikmanna á þessum leik vegna stríðsins sem geisir í Palestínu og þar í kring.

Ríkisstjórnin óttast að leikmenn ísraelska félagsins verði beittir ofbeldi í Tyrklandi en hingað til hafa Ungverjar verið duglegir við að hýsa bæði landsleiki og félagsliðaleiki Ísraela.

Leikurinn fer fram á fimmtudaginn 28. nóvember og er mikilvægur fyrir bæði lið. Besiktas er með 6 stig eftir fjórar fyrstu umferðirnar í deildarkeppninni á meðan Maccabi er án stiga.
Athugasemdir
banner
banner