Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 13. nóvember 2024 22:10
Ívan Guðjón Baldursson
Haukur Darri í Hauka (Staðfest)
Mynd: Haukar
Haukur Darri Pálsson er genginn til liðs við Hauka og gerir hann tveggja ára samning við félagið sem gildir út keppnistímabilið 2026.

Haukur Darri er 23 ára gamall og gengur til liðs við Hauka eftir þrjú ár með Þrótti Vogum.

Haukur, sem er uppalinn hjá Breiðabliki, skoraði 8 mörk í 21 leik í 2. deildinni í sumar .

Hann var lykilmaður í liði Vogamanna sem enduðu í þriðja sæti og rétt misstu af sæti í Lengjudeildinni.

Haukar enduðu tólf stigum fyrir neðan Þrótt í sumar og stefna Hafnfirðingar á að koma sér upp um deild næsta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner