Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. janúar 2020 13:48
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Barcelona hefur ekkert unnið - Líkt við slökkvitæki
Quique Setien.
Quique Setien.
Mynd: Getty Images
Spænska blaðið AS segir á forsíðu sinni að Quique Setien, nýr þjálfari Barcelona, sé fenginn sem „slökkvitæki" inn í félagið.

Blaðið segir að það séu eldar hjá Barcelona og líkt og í fleiri spænskum fjölmiðlum er það gagnrýnt hvernig staðið var að því að Ernesto Valverde var rekinn.

Setien er 61 árs fyrrum þjálfari Real Betis. Hann hefur verið í atvinnuleit síðustu mánuði en bjóst væntanlega ekki við því að fá tilboð frá stórliði Barcelona.

Hann hefur ekki unnið neitt á þjálfaraferlinum en Barcelona er að horfa til leikstílsins. Setien vill spila fótbolta eins og Barcelona vill spila og hefur í viðtölum í gegnum tíðina lofsungið Lionel Messi.

Það er ekkert nýtt að Barcelona horfi til karaktersins og hugmyndafræðinnar frekar en titlasöfnunar þegar ráðinn er þjálfari.

Pep Guardiola hafði ekkert unnið þegar hann fékk stöðuhækkun úr varaliðinu, Tito Vilanova hafði aldrei verið í stóru stjórastarfi og Luis Enrique átti ekki mjög marga leiki á bakinu þegar hann var ráðinn.

Sjá einnig:
Af hverju var Valverde rekinn frá Barcelona?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner