Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 22:26
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: Sjáðu mark Hákonar er Lille sló Marseille úr keppni
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Hákon Arnar Haraldsson var á sínum stað í byrjunarliði Lille sem heimsótti Marseille í franska bikarnum í kvöld.

Það ríkti mikið jafnræði á vellinum og sköpuðu bæði lið sér góð færi í síðari hálfleiknum, þar sem Hákon Arnar tók forystuna fyrir Lille með marki af stuttu færi. Sjáðu markið.

Hákoni var skipt af velli á 90. mínútu en Luis Henrique tókst að gera dramatískt jöfnunarmark fyrir Marseille eftir stoðsendingu frá Adrien Rabiot seint í uppbótartíma.

Þannig tókst heimamönnum í Marseille að knýja fram vítaspyrnukeppni en þar brást Luis Henrique bogalistin og stóð Lille uppi sem sigurvegari.

Mónakó var þá einnig slegið úr leik í bikarnum í kvöld eftir að hafa tapað í vítaspyrnukeppni gegn Reims.

Caio Henrique, Mika Biereth og Lamine Camara klúðruðu þremur fyrstu spyrnum Mónakó áður en Breel Embolo skoraði, en Reims vann vítakeppnina 3-1.

Nice er þá komið áfram í næstu umferð eftir sigur gegn Bastia og þá þurfti Guingamp vítaspyrnur til að slá Sochaux úr leik.

Viðureign Le Mans gegn Valenciennes fór einnig í vítaspyrnur og því fóru fjórir af sex bikarleikjum kvöldsins í vítaspyrnur. Hinum tveimur leikjunum lauk með naumum eins marks sigrum.

Marseille 1 - 1 Lille
0-1 Hákon Arnar Haraldsson ('68)
1-1 Luis Henrique ('96)
3-4 í vítaspyrnukeppni

Reims 1 - 1 Mónakó
1-0 Cedric Kipre ('45)
1-1 Mohammed Salisu ('70)
3-1 í vítaspyrnukeppni
Athugasemdir
banner
banner
banner