Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
PSG nær samkomulagi við Napoli
Mynd: Getty Images
Fabrizio Romano greinir frá því að Paris Saint-Germain er búið að ná munnlegu samkomulagi við Napoli um kaup á georgíska kantmanninum Khvicha Kvaratskhelia.

Talið er að Kvaratskhelia sé búinn að gefa samþykki fyrir 5 ára samningstilboði frá PSG, sem borgar rúmlega 70 milljónir evra fyrir leikmanninn.

PSG borgar 70 milljónir til Napoli en ofan á þá upphæð munu bætast við árangurstengdar bónusgreiðslur.

Kvaratskhelia er 23 ára gamall og hefur komið að 59 mörkum í 107 leikjum hjá Napoli, auk þess að vera algjör lykilmaður í landsliði Georgíu. Þar á hann 17 mörk og 9 stoðsendingar í 40 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner