Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 14. febrúar 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hugarfarið ekki jafngott og Gerrard hélt
Steven Gerrard þjálfar Rangers.
Steven Gerrard þjálfar Rangers.
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, þjálfari Rangers, er ekki viss um það lengur að liðið sitt hafi hugarfarið í að vinna skosku úrvalsdeildina.

Rangers fékk tvö mörk á sig seint er liðið tapaði gegn Kilmarnock í skosku úrvalsdeildinni á miðvikudagskvöld. Liðið er núna tíu stigum frá toppliði Celtic, en þess ber að geta að Rangers á leik til góða á Celtic.

Eftir öfluga byrjun á tímabilinu hefur Rangers tapað stigum í þremur af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Liðið hefur tapað gegn Hearts og Kilmarnock, og gert jafntefli gegn Aberdeen á heimavelli.

„Ég hélt að við værum á betri stað en við höfum sýnt síðustu 4-6 vikurnar," sagði Gerrard eftir tapið gegn Kilmarnock.

„Ég hélt að við værum með rétta hugarfarið og karakterinn til að berjast um titilinn, en ég virðist hafa rangt fyrir mér."

„Við komum hingað í kvöld og við vissum að það yrði erfitt að koma á þennan völl. Við gátum ekki tekist á við það, það er sannleikurinn. Ég ber líka ábyrgð á leikmönnunum."

Gerrard segir að það verði erfitt fyrir Rangers að vinna titilinn úr þessu. „Mjög, mjög erfitt. En við verðum að halda áfram og reyna að breyta stöðunni sem við höfum komið sjálfum okkur í. Það er ekki hægt að fara í felur með það að Celtic er í bílstjórasætinu," sagði þessi fyrrum fyrirliði Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner