Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. febrúar 2021 18:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Aubameyang vaknaði til lífsins gegn Leeds
Aubameyang skoraði þrennu. Hann hefur ekki átt sérlega gott tímabil til þessa en hann fer heim með boltann í kvöld.
Aubameyang skoraði þrennu. Hann hefur ekki átt sérlega gott tímabil til þessa en hann fer heim með boltann í kvöld.
Mynd: Getty Images
Svekktur maður.
Svekktur maður.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Arsenal 4 - 2 Leeds
1-0 Pierre Emerick Aubameyang ('13 )
2-0 Pierre Emerick Aubameyang ('41 , penalty goal)
3-0 Hector Bellerin ('45 )
4-0 Pierre Emerick Aubameyang ('47 )
4-1 Pascal Struijk ('58 )
4-2 Helder Costa ('69 )

Það var boðið upp á frábæra skemmtun þegar Arsenal og Leeds áttust við í ensku úrvalsdeildinni.

Það gengur ekki vel hjá Leeds í London og það var engin undantekning á því í dag. Þorkell Máni Pétursson, stuðningsmaður Leeds, segir frá því á Twitter að liðið hafi síðast unnið í ensku höfuðborginni 2017.

Pierre-Emerick Aubameyang hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og í raun verið arfaslakur. Veikindi móður hans hafa væntanlega haft mikil áhrif á hann. Hann hafði aðeins skorað fimm mörk í deildinni fyrir leikinn í dag, en Aubameyang var frábær á Emirates-vellinum gegn Leeds.

Aubameyang kom Arsenal yfir á 13. mínútu þegar hann skoraði með flottu skoti í nærhornið.

Illian Meslier, markvörður Leeds, lenti svo í alls konar vandræðum. Bukayo Saka féll í teignum á 34. mínútu eftir viðskipti við Liam Cooper og var víti dæmt. Það var hins vegar tekið til baka eftir VAR-skoðun og var Saka furðulostinn. Saka fékk aðra vítaspyrnu dæmda stuttu síðar þegar Meslier braut af honum. Meslier missti boltann frá sér og braut á Saka. Í þetta skiptið gat VAR ekki tekið það til baka og Aubameyang skoraði af öryggi.

Hector Bellerin gerði síðan þriðja markið úr mjög þröngu færi og átti Meslier að gera mun betur. Meslier er ungur og hann á enn mikið eftir ólært.

Staðan var 3-0 í hálfleik og Arsenal að leika á als oddi. Aubameyang fullkomnaði þrennu sína í byrjun seinni hálfleiks eftir undirbúning frá Emile Smith Rowe. Aubameyang með þrennu í þessum leik en það eru líklega flestir búnir að taka hann úr Fantasy-liðum sínum eftir slakt gengi hjá honum að undanförnu. Þeir sem eru enn með hann í Fantasy fagna væntanlega mikið í kvöld.

Leeds spyrnti aðeins frá sér eftir fjórða markið. Pascal Struijk skoraði eftir hornspyrnu og Helder Costa minnkaði muninn enn frekar á 69. mínútu.

Gestirnir höfðu 20 mínútur og uppbótartíma til að komast enn meira inn í leikinn en það tókst ekki hjá þeim og virkilega flottur sigur Arsenal staðreynd. Lokatölur 4-2 og er Arsenal í tíunda sæti með 34 stig. Leeds er í 11. sæti með 32 stig og leik til góða á Arsenal.

Klukkan 19:00 hefst leikur Everton og Fulham en þar er Gylfi Þór Sigurðsson í byrjunarliði Everton.

Önnur úrslit í dag:
England: Úlfarnir komu til baka og sigruðu í Southampton
England: Jafnt hjá West Brom og Man Utd
Athugasemdir
banner
banner